Réttur - 01.01.1951, Síða 93
RÉTTUR
93
atkvæðagreiðsluna, Það bar»til þess, að stjórnarskrárfrum-
varpið var skoðað sem viljayfirlýsing einungis, hin prakt-
iska lausn þingsins fólst fremur í varatillögu, sem báðir
flokkarnir stóðu að, að alþingi beiddist þess í lotningarfullu
ávarpi til konungs, að hann gæfi landinu sem frjálslegasta
stjórnarskrá í tilefni þúsundárahátíðarinnar að ári kom-
anda. Það lá eins og í loftinu að stjórnin mundi verða við
þessari bæn að einhverju leyti. Vonin um það leiddi til
sátta milli flokkanna á þinginu. Þetta var eina leiðin sem
fyrir hendi var til að losa stjórnskipunarmálið úr þeirri
sjálfheldu sem afturhaldsstjórnin danska hafði sett það
í. Þess var ekki að vænta, að aUir væri hæstánægðir með
þessi úrslit. Munu margir hafa hugsað eins og haft er eftir
Birni Jónssyni, að alþingi hafi „gefizt upp á gat.“ Og und-
anfarandi baráttuár höfðu sýnt, að ekki vantaði viljann
heldur máttinn til þess að svara hinu danska ofríki á skel-
eggari hátt.
Þjóðhátíðin og ávarp Islendinga.
Svo kom þjóðhátíðin og stjórnarskráin, þetta „barn af
buðlungs náð, borið andvana", eins og Þorsteinn Erlings-
son sagði síðar í kvæði. Andvana borin var hún að því leyti,
að hún fullnægði að engu leyti þeim róttæku kröfum tím-
ans sem barizt var fyrir. Þrátt fyrir „löggjafarvald". al-
þingis, gat konungur synjað frumvörpum þess staðfest-
ingar og gerði það oft. Islandsráðherraembætti var að
visu stofnað, en með það fór danski dómsmálaráðherrann
og bar hann enga ábyrgð fyrir alþingi, heldur konungi
einum. Við því varð líka ekki búizt, að stjórnin kæmi á þing-
ræði á íslandi þegar hún var að afnema það í Danmörku.
Stjórnarskráin var því ekki sú frelsisskrá, sem forvígis-
menn sjálfstæðisbaráttunnar vildu sætta sig við til lang-
frama. Hún var bráðabirgðalausn, sem táknaði endalok
valdboðanna. Hér eftír varð ekkert mál, sem tilheyrði
sérmálunum að lögum, nema alþingi samþykkti.