Réttur - 01.01.1951, Page 94
94
RÉTTUR
Stjómarskrána sömdu þeir ]£rieger og Klein eftirmaður
hans í dómsmálaráðherraembættinu. Klein var í föruneyti
konungs á þjóðhátíðinni og var meðan hátíðin stóð yfir
skipaður Islandsráðherra. Við það tækifæri sagði vinstri-
mannablaðið „Morgenbladet“, að hann hefði
„Takket Kongen for den Gave
som han selv fik at lave.“
Afskipti Kriegers af stjórnarskránni og þjóðhátíðinni eru
meðal síðustu afskipta hans af íslenzkum málum. Hann
ræðir margt um þjóðhátíðina og undirbúning hennar í dag-
bókum sínum og allt er það á eina lund, þá að gera hlut allra
sem barizt höfðu fyrir málstað Islands sem minnstan, svo
konungurinn og stjórnarliðið mættu njóta dýrðarinnar
einir. Krieger var í upphafi mjög mótfallinn því, að konung-
urinn færi til Islands, en virðist hafa verið borinn ráðum
af Klein, eða Kristjáni níunda sjálfum. Eins og áður er
getið, hafði Carl Rosenberg stutt málstað íslendinga í
dönskum blöðum og var hann meðal gesta landsins á þjóð-
hátíðinni. Það þótti Krieger mikið mein og skrifar í dagbók
sína 8. ágúst: „Rosenberg slap op paa Island med Meldahl,
hvilket er taged Meldahl meget ilde op“. Krieger gat auð-
vitað haft hönd í bagga með hverjir færu með konungs-
skipinu, en póstskipið Diana fór til íslands um sama leyti
og virðist hann hafa fylgzt vel með hverjir tóku sér far
með henni, sérstaklega hvort Jón Sigurðsson gerði það. 7.
júlí skrifar hann í dagbók sína: „Med Diana gaaer de norske
Udsendinge til Island, deribl(andt) G. Storm og K. Janson.
Der er ikke Spor til at Jon Sigurdson agter at tage op
til Island." Eins og kunnugt er var Jón Sigurðsson ekki á
þjóðhátíðinni og virðist ekki hafa viljað fara þangað. Að
hann hafi verið „auralaus", eins og Gröndal segir í sjálfs-
ævisögu sinni (,,Dægradvöl“) er víst fjarri lagi.
Jón Sigurðsson gagnrýndi stjórnarskrána og taldi hana
aðeins spor í áttina. En að áliti stjórnarinnar var sjálfstæð-
ismál Xslendinga að fullu til lykta leitt með henni og svo