Réttur - 01.01.1951, Síða 95
RÉTTUR
95
mæltu fylgismenn hennar hér heima. Aðrar raddir mátti
konungur ekki heyra. Þess vegna varð Krieger glaður við
þegar hann vissi að Jón Sigurðsson fór ekki til Islands og
þessvegna var skoðanabræðrum hans bægt frá að koma
fram við hátíðahöldin eins og fært þótti. Fundu margir
til þess að stjórnarliðið skipaði þar meira rúm en eðlilegt
var á slíkri allsherjar fagnaðarhátíð þjóðarinnar.
Upphaflega var svo til ætlast, að hátíðin færi fram í
júlíbyrjun. En sökum þess að konungur þurfti að setja
krónprinsinn í eitthvert setuliðsstjóraembætti á þeim tíma,
gat hann ekki verið hér fyr en í ágústbyrjun og þá hófst
aðalhátíðin. En héraðahátíðir fóru fram í júlíbyrjun víða
um land. Hilmar Finsen landshöfðingi sótti eina slíka hátíð
í Skagafirði 2. júlí. Um þá för landshöfðingja segir Skafti
Jósefsson svo í bréfi: ,,Þó vér héldum Norðlendinga þjóð-
hátíðirnar heima í héröðum 2. júlí, þá ætliun vér samt að
ríða á Þingvöll og það máske eigi allfáir, svo hrákasleikj-
urnar hafi þar ekki öll tögl og hagldir. Annars er ég sann-
færður um, að þessi Norðurlandsferð landshöfðingja í raun
og veru er tóm agitationsferð til þess að mýkja Norðlend-
inga undir konungskomu og stjórnarskrána, því þaðan vissi
hann vel að vænta mátti orrahríðarinnar gegn ólögunum.
Annars er ég ekki vonlaus um að brúka megi „náðargjöf-
ina“ til þess að fá það, sem vér álítum fullan rétt vorn“.
Hvað sem líður ástæðunum fyrir norðurferð Hilmars, er
hætt við, að margur góður Islendingur hafi hugsað líkt
við alla konungsdýrðina.
Þjóðvinafélagið gekkst fyrir Þingvallahátíðinni 5.—7.
ágúst. Þá, meðan konungur var við Geysi, var haldinn
Þjóðvinafélagsfundur. Voru þar rædd ýmis mál og þó mest
eitt, að semja ávarp, er konungi skyldi flutt þar á Þing-
völlum, og skyldi koma fram í ávarpinu, að íslendingar
teldu ekki öllum kröfum fullnægt með stjórnarskránni.
Varð nokkur skoðanamunur um orðalagið, en í ávarpinu
eins og það var flutt konungi og birt í samtíma blöðum er