Réttur - 01.01.1951, Blaðsíða 96
96
RETTUR
þannig vikið að stjórnarskránni að „hún hafi í sér geymdan
góðan vísi til eflingar framfara fyrir land og lýð“ og því
þakki Islendingar konungi fyrir hana, þó þeir óski „bóta
og breytinga á nokkrum greinum hennar“. 7. júlí, þegar
konungur reið á Þingvöll, biðu hans við brúarsporðinn við
Öxará þeir Jón á Gautlöndum, Stefán prestur Thoraren-
sen á Kálfatjörn, Tryggvi Gunnarsson, Torfi Einarsson á
Kleifum* og Grímur Thomsen. Grímur las ávarpið fyrir
konungi og afhenti honum síðan. Konungur tók því „mildi-
lega“, segja blöðin. Grímur Thomsen hafði að jafnaði fylgt
hinum konungkjörnu að málum, en fremur var það vegna
íhaldssemi hans og ótrú á lýðstjórn, en stjórnhollustu.
Grímur kom mikið fram við hátíðahöldin og hélt ræðu fyrir
minni konungs. Mátti því ætla að hann hlyti sæmd nokkra
í öllu krossaregninu, sem dundi þá yfir. Það varð þó ekki
og skýrir Krieger þannig frá ástæðunni í dagbók sinni:
„G. Thomsen gjorde Lykke ved sin Tale, men da han
vedkjendte sig Andel i Svogerbrevet (paa Kongens Fore-
spörgsel) blegnede hans Stjerne og han fik ikke Korset“.
Hér mun átt við Þingvallaávarpið, „Svogerbrev“ nefnir
Krieger það af því að Grímur, Tryggvi og Jón á Gautlöndum
voru svilar. Öánægja þeirra stjórnarmanna vegna ávarps-
ins er skiljanleg. Þeir munu hafa ætlazt til að „náðargjöfin"
væri varanleg lausn stjórnskipunarmálsins. Þeirri von
hlaut ávarpið að kollvarpa, með því var hafið merki bar-
áttunnar að nýju, frammi fyrir konunginum sjálfum, á
kurteisan og einarðan hátt.
Helztu heimildir: Þjóðólíur, Norðanfari, Víkverji, Göngu-Hrólf-
ur, Alþingistíðindi, Ný félagsrit, F. A. Krieger Dagböger 1848—80,
P. E. Ól.: Jón Sigurðsson V. bindi, Bréf J. S. og ýmis bréfasöfn í
Landsbókasafninu og Þjóðskjalasafninu.
* Þingm. Strandamanna 1867—77, bóndi á Kleifum á Selströnd.