Réttur - 01.01.1951, Side 97
EINAR OLGEIRSSON:
Nýlendupélitík ameríska auðvalds-
ins á Islandi
Aðstoð íslenzku einokunarhöfðingjanna
við að brjóta niður efnahagslegt sjálf-
stæði landsins og rýra lífsafkomu þjóð-
arinnar.
•
Alla nítjándu öldina heyjum vér íslendingar sjálfstæðisbaráttu,
eigi aðeins fyrir stjórnarfarslegu, heldur og efnahagslegu frelsi.
Vér berjumst fyrir því, lengst af undir forustu Jóns Sigurðssonar,
að vér fáum sjálfir að ráða fjármálum vorum, að vér ráðum því
sjálfir og einir, hvernig vér notum vinnuorku vora og auðlindir,
hvar vér verzlum og hvernig, að vér fáum sjálfir hagnýtt auðæfi
lands vors, án þess að spyrja aðra um leyfi, að vér fáum sjálfir að
njóta ávaxtanna af vinnu vorri, séum frjálsir af arðráni útlendinga,
frjálsir til að starfa og byggja land vort — séum vorrar eigin gæfu
smiðir. Þetta var takmarkið í aldarlangri efnahagslegri sjálfstæð-
irbaráttu vorri. í baráttunni fyrir þessu marki tókst um langt skeið
að sameina mestalla þjóðina. Hitt hlaut svo að vera innbyrðis
deilumál vor íslendinga, hve vel oss færist það úr hendi að smíða
vora gæfu sjálfir, hve skynsamlega vér stjórnuðum, hve réttlátlega
vér skiptum arði þjóðarstarfsins, hve vel vér hagnýtum vinnu-
orku og auðlindir þjóðar og lands. Aldrei höfum vér verið nær
marki þessa efnahagslega sjálfstæðis en á fyrstu árum lýðveldisins
1944—1947. En síðan hafa gerst þau tíðindi að það vald, sem
þjóðin hafði öðlast með aldalangri fórnfýsi og harðri baráttu, sem
náði hámarki sínu með stofnun lýðveldisins og myndun nýsköp-
unarstjórnarinnar, hefur verið dregið í sífellt ríkara mæli úr hönd-
7