Réttur - 01.01.1951, Side 98
98
RÉTTUR
um þjóðarinnar á ný, þannig að nú er svo komið að þjóð vor
ræður ekki lengur efnahagsmálum sínum sjálf og ein, heldur er
beygð undir fyrirmæli erlendra valdhafa, sem framfylgt er af
harðfylgi af útsendurum þeirra og innlendum valdsmönnum.
Þjóð vor verður öll að gera sér ljóst hvað það er sem hefur
gerzt, hvernig það hefur gerzt og hverjir bera ábyrgðina á því,
hvernig komið er.
I. Hið kalda hemám atvinnulífsms.
Vér íslendingar höfðum hafið feril hins endurreista lýðveldis
vors með því að tryggja hverjum þeim, sem unnið gat, næga at-
vinnu og öllum vinnandi mönnum viðunandi og batnandi lífskjör.
Tímakaup yerkamanna hafði 1947 orðið 56% meiri kaupmátt en ’38,
svo vel hafði tekizt að bægja vágesti dýrtíðarinnar frá dyrum
verkamannsins með hækkuðu kaupgjaldi. En afkoma alþýðu-
heimilanna var orðin um þrefalt betri en fyrir stríð, þegar reiknað
var með því að enginn var nú atvinnulaus móts við 2—3 daga
vikulegt atvinnuleysi áður en allir fjölskyldumeðlimir, sem unnið
gátu, höfðu nú stöðuga vinnu.
í krafti þessa afkomuöryggis var þjóðin stórhuga og bjart-
sýn. í krafti þessarar atvinnu allra voru sköpuð meiri efnahags-
leg verðmæti á íslandi á ári hverju en nokkru sinni fyrr né síðar.
(Brunabótamat allra húsa á íslandi er nú um 3500 milljónir kr.
Þar af er um 1800 milljónir kr. í húsum, sem reist voru síðustu
10 árin).
En hið ameríska auðvald, sem ætlaði sér yfirráðin yfir íslandi,
sá að það varð að brjóta þetta afkomuöryggi á bak aftur, ef það
átti að geta beygt þjóð vora í duftið á ný, gert hana fátæka og auð-
mjúka, þæga til arðráns og hæfan fótaskemil fyrir hervald sitt í
árásarstríði þess gegn alþýðu Evrópu.
Fyrsta verk þess eftir að hafa náð pólitískum tökum á ríkis-
stjórninni var að draga úr atvinnunni og skapa atvinnuleysi. Það
var forsendan fyrir því að lækka launin og rýra kjör almennings.
Vér skulum nú rifja upp í örstuttu máli helztu aðgerðirnar á
þessum sviðum og hvernig þær eru tilkomnar.