Réttur - 01.01.1951, Page 100
100
RETTUR
nefnda. Þar með voru fjárlög íslands aftur sett undir erlent vald,
ríkisstjórn hinna amerísku auðkónga gefinn réttur til afskipta af
því, hvernig Alþingi íslendinga afgreiðir fjárlög hins fullvalda
lýðveldis.
Þannig héldu flokkarnir, sem kenna sig við „sjálfstæði“, „fram-
sókn“ og ,alþýðu“ á þeim arfi Jóns Sigurðssonar og annara braut-
ryðjenda vorra, að fjárveitingavaldið skyldi vera í höndum ís-
lendinga sjálfra og þeirra einna. Þeir sviku í senn það sjálfstæð-
ismál þjóðarinnar að ráða sjálf og ein sínum fjárlögum og það
hagsmunamál allrar alþýðu, að tryggja öllum næga vinnu.
2. Almennt atvinnuleysi skipulagt í Iandinu, yfirráðin yfir því
hvað íslendingar megi vinna flutt til Washington. En hinum
amerísku auðkóngum var það auðvitað ekki nægilegt að ráða af-
greiðslu fjárlaganna, til þess að ná því takmarki sínu að fá valdið
yfir efnahagslegu lífi íslendinga. Þeir urðu líka að fá valdið yfir
atvinnu þjóðfélagsþegnanna, að svo miklu leyti sem hún var ekki
framkvæmd á vegum ríkisins. Til þess að ná þessu valdi varð að
beita í senn lögbrotum og einokun — og það var gert. Dæmin um
byggingarnar er bezta dæmið til að sýna hvernig hið útlenda
vald og innlendir þjónar þess fara að.
Fjárhagsráð skal samkvæmt lögum miða störf sín við:
„1. Að öll framleiðslugeta sé hagnýtt til fulls og öllum verk-
færum mönnum tryggð næg og örugg atvinna.“
„8. Að húsnæðisskorti og heilsuspillandi íbúðum, hvar sem er á
landinu, verði útrýmt með byggingu hagkvæmra íbúðarhúsa.'1
Miði fjárhagsráð störf sín við annað, t. d. við það að koma á og
viðhalda atvinnuleysi eða að draga úr byggingum, þannig að bæði
húsnæðisskortur og atvinnuleysi hljótist af, þá er fjárhagsráð að
brjóta lögin. Og þá er „skipulagning“ þess aðeins orðin svívirðileg
einokun.
Þetta hefur hinsvegar ríkisstjórnin og fjárhagsráð hennar gert
í svo ríkum mæli að almenn reiði hefur gripið þjóðina yfir aðför-
unum. En þegar Alþingi íslendinga ætlaði að kippa þessu í lag og
veita þjóðinni frelsi til þess að byggja yfir sig smáíbúðir, þá kemur
í ljós, hver hafði bannað slíkt. Fjárhagsráð upplýsti sjálft í hinu