Réttur - 01.01.1951, Side 106
106
RÉTTUR
arftaka „Rentukammersins" þar í Washington, um hvernig frílist-
inn mætti vera.
Eitt er auðséð strax, að ameríska auðvaldið, sem þvaðrar mest
um frjálsa verzlun, bannar þjónum sínum á íslandi að gefa þjóð
vorri fullt frelsi til að flytja vörur sínar út og selja hvar sem hún
vill og kaupa þar, sem hún telur sér hentast. Öll sú yfirborðslinun
á verzlunarhöftunum á íslandi, sem nú fer fram, er aðeins á nokkr-
um vörutegundum og á þeim eiga auðsjáanlega hin fjármálalegu
skilyrði, sem Landsbankinn setur fyrir að leyfa mönnum að i’lytja
inn (fyrirframgreiðslur o. s. frv.) að koma í stað skriffinnskufjötra
fjárhagsráðs og gera „frelsið" að tómri blekkingu.
Yfirráð ameríska auðvaldsins yfir verzlun íslendinga miðast við
eftirfarandi höfuðatriði:
1. Hindra sem mest viðskipti íslendinga við lönd sósíalismans
og binda þannig verzlun íslendinga á klafa auðhringanna, sem ráða
í auðvaldslöndunum.
2. Geta ráðið yfir því að þýðingarmestu afurðir Islendinga, eins
og t. d. síldarlýsið, séu seldar engilsaxnesku auðhringunum.
3. Tryggja amerísku auðhringunum markað fyrir afurðir sínar
á íslandi fyrir hærra verð en íslendingar gætu keypt sömu vörur
á annarsstaðar.
4. Knýja íslendinga til að selja ýmsar afurðir sínar með tapi
í Ameríku, þótt hægt sé að selja þær með gróða annarsstaðar.
Hver sem athugar viðskiptamál vor gaumgæfilega, finnur ótal
dæmi um hvernig ameríska auðvaldið nær þessum tilgangi sínum.
Það þarf ekki altaf að láta ríkisstjórn sína banna þessi viðskipti.
Það nægir oft að láta hana sýna slíka tregðu, áhugaleysi, stirfni og
skriffinsku að ekki takist fyrir íslendingum að koma viðskiptum
þeim á, sem heppileg væru. Um hin síðastnefndu (3. og 4.) atriði
má m. a. minna á það, að íslendingar hafa orðið að selja þorskflök
sín á síðasta ári allt upp í 25% undir framleiðslukostnaði í Banda-
ríkjunum, þegar þeir hafa getað selt þau á 12—14% yfir fram-
leiðslukostnaði í löndum sósíalismans. Og um verðlagið var það
táknrænt atriði, að salan til Ungverjalands á 1000 smálestum
freðfiskjar í haust sýndi að fyrir þær 1000 smálestir fengu íslend-