Réttur - 01.01.1951, Page 111
RÉTTUR
111
Tollarnir og dýrtíðin voru aukin með hverju árinu sem leið,
samtímis því, sem gjaldþol almennings var minnkað.
Svo var lagt til höfuðárásarinnar: Gengislækkunarinnar 20.
marz 1950. Og nú var ekki farið í launkofa með, hver réði að-
gerðum ríkisstjórnarinnar.
Gengislækkunin var framkvæmd samkvæmt amerískri fyrir-
skipun, er flutt var hingað af fulltrúa í amerískum banka, út-
reikningar framkvæmdir af þessum fulltrúa erlends valds —
og allt gleypt hrátt af ríkisstjórninni. Haustið áður, í september
1949, hafði ríkisstjórnin fellt ísl. krónuna, til þess að láta hana
fylgjast með pundinu. Þá rökstuddi ríkisstjórnin bráðabirgðalög
sín með því að rétt væri, vegna markaðsmála, að krónan fylgdi
pundinu. Nú komu rök hins ameríska banka: Samkvæmt samn-
ingum við hann, Alþjóðabankann, skal krónan miðuð við doll-
ar! Svo var krónan lækkuð, samkvæmt 2. gr. c.-lið Marshall-
samningáins („koma á eða viðhalda réttu gengi“)!. Ákváðu
hinir erlendu auðjöfrar að „rétt“ gengi skyldi teljast einn
dollar = 16,32 kr. Ráðherrar íslenzka lýðveldisins létu í ljósi
undrun sína yfir hve lækkunin væri mikil, heyrðu og hlýddu.
Engin mótrök fengust tekin til greina. Valdboðið var knúið
fram með offorsi á Alþingi íslendinga. Loks fannst ameríska
auðvaldinu krónu íslendinga komið nógu langt niður. Dollarinn
hafði nær verið þrefaldaður í verði á einu ári.
Gengislækkunin var árás á mestalla íslenzku þjóðina.
Verkamenn urðu harðast úti. Kaupmáttur tímakaupsins er
nú orðinn yfir 20% minni en 1948. Lífskjör þeirra hafa þó rýrn-
að enn meir, því þorri verkamanna út um land hefur verið at-
vinnulaus mestallan veturinn og í Reykjavík er atvinnuleysið
líka orðið landlægt.*
* Greinilegast sést hve djúpt amerískt auðvald ætlar lífskjör-
um íslenzks verkalýðs að hrapa, þegar það er borið saman við
kaup amerískra verkamanna. 1947 hafði íslenzkur hafnarverka-
maður svipað kaup og amerískur miðað við gildi dollarsins (9—10
kr. =1.50 dollarar). Nú hefur íslenzkur hafnarverkamaður 45%