Réttur - 01.01.1951, Page 114
114
RETTUR
að ræna íslenzka alþýðu og svifta hana samningsbundnum réttind-
um. Samtímis ögrar það henni til að leggja út í vinnudeilur til þess
að ná rétti sínum — og skipuleggur atvinnuleysið til að gera henni
það sem erfiðast, og þjóðinni sem dýrast.
★
Þannig er þá komið á aldarafmæli þjóðfundarins, að erlent auð-
vald er komið langt á leið með að gera ísland að nýlendu sinni
með aðstoð auðugra innlendra höfðingja, er það hefur gert sér
handgengna.
Amerískir auðkóngar fyrirskipa atvinnuleysi á íslandi — og
„íslenzk“ fjármálayfirvöld, ríkisstjórn, fjárhagsráð og Landsbanki,
framkvæma fyrirskipunina.
Amerískir auðdrottnar fyrirskipa launalækkun á íslandi og
veita handgengnum höfðingjum sínum peningastyrk til þess að
fremja hana á alþýðu manna.
Amerískt auðvald fyrirskipar að viðhalda verzlunareinokun
á íslandi, — ef bezt lætur mega íslendingar verzla við aðrar ný-
lendur Mammonsríkisins, ef Landsbankinn leyfir, — en bannað
þar fyrir utan, nema einokunarhöfðingjarnir leyfi.
Þannig læsir hið ameríska auðvald verzlunar- og atvinnulíf
íslands helgreipum sínum með aðstoð einokunarklíkunnar og
hyggst í krafti þessa valds að gera oss íslendinga aftur að fátækri
nýlenduþjóð sem forðum.
En þetta gerist undir gerólíkum kringumstæðum þeim, er vér
áður vorum beygðir Undir okið.
Vér íslendingar erum sem þjóð ríkir í dag, ríkir í krafti þeirra
miklu atvinnutækja, sem þjóðin á, ríkir í krafti þess ágæta vinnu-
afls, sem þjóðin hefur á að skipa, ríkir í krafti þeirra stórkostlegu
auðlinda í hafi voru, fossum og hverum, gróðurmold og jarðar-
skauti, sem þjóðin enn á ónotuð, — ríkir í krafti óþrjótandi mark-
aða fyrir allar afurðir vorar ef vér aðeins höfum frelsi til að nota
þá, — ríkir í krafti vaxandi möguleika á stóraukinni framleiðslu
íslenzkrar stóriðju til lands og sjávar. Oss skortir frelsið til að fá
að starfa að þessum glæsilegu verkefnum, — það frelsi neitar
amerískt auðvald og einokunarhöfðingjar þess hér á landi oss