Réttur - 01.01.1951, Side 117
RÉTTUR
117
„Vér krefjumst eins — svo allir megi skilja, —
að ekkert hindri mátt vorn eða vilja,
til þess að bæta bölvun vorrar móður,
með blessun frjálsrar iðju og þjóðar starfs,
að þurrka burtu þrældómsmark vors arfs,
að þurka burtu spor vors „góða bróður“.
Hvert barn vors lands skal vinna að því verki.“
íslenzka þjóðin á aðeins einn höfuðóvin, einn fjandmann, sem
ógnar afkomu, frelsi og tilveru þjóðar vorrar, — auðvald Ameríku.
Það er auðvald Bandaríkjanna, sem nú hefur ráðizt svo óþyrmilega
á lífskjör þjóðarinnar — með aðstoð innlendra flugumanna. Það er
auðvald Bandaríkjanna, sem læsir nú einokunarklóm sínum um
atvinnulíf íslands með aðstoð íslenzku einokunarhöfðingjanna.
Það er auðvald Bandaríkjanna, sem ætlar sér að brjóta þjóð vora
svo algerlega undir ok sitt með aðstoð innlendra ofstækismanna,
að hún sé því ægilegar ofurseld en vér nokkru sinni vorum dönsk-
um aðli, einvaldskóngum eða einokunarkaupmönnum. Það er auð-
vald Bandaríkjanna, sem ætlar sér með þessari kúgunarherferð
á hendur þjóðinni, samfara forheimskvunarárásum amerísku lepp-
blaðanna á vitsmuni íslendinga, að ná slíkum tökum á landi voru,
að stríðsbrjálaðir auðmenn Ameríku geti hagnýtt ísland sem
herstöð til árásar á Evrópu, þótt það þýddi að stofna tilveru þjóð-
ar vorrar í voða.
Gagnvart þessari ógnarhættu allri er það auðséð hverjum heið-
arlegum íslending, hve óhjákvæmilegt það er, ef þjóð vor á ekki að
verða þessum hjartalausu Mammonsþrælum Ameríku að bráð, að
sameina alla krafta hér heima og láta mistakast allar tilraunir
þeirra ofstækis- og auð-manna, sem nú reyna að sundra þjóðinni,
til þess að koma yfirdrottnun ameríska auðvaldsins á.
„Vér þurfum að sættast, slá hendi í hönd
og hatrinu í bróðerni gleyma.
Með frelsis vors óvin á erlendri strönd
er óvit að kýtast hér heima.