Réttur - 01.01.1951, Blaðsíða 132
132
/
RÉTTUR
vísitölu og lagði áherzlu á að félögin hefðu nána samvinnu
um undirbúning baráttunnar, sem hafin yrði af þeim sam-
eiginlega, á þeim tíma, er þau kæmu sér saman um.
Fyrri hluta ársins var ,,undirbúningur“ sambandsstjórn-
ar í því fólginn að hafa samfylkingu við gengislækkunar-
flokkana, Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn um
stjórnarkjör í öllum verkalýðsfélögum landsins, til þess að
tryggja það, að stjórn baráttunnar yrði í sem flestum
félögum í höndum þeirra manna innan samtakanna, sem
fylgja afturhaldsflokkunum að málum. 12. febrúar gaf sam-
bandsstjórn svo út yfirlýsingu, þar sem hún hvatti sam-
. bandsfélögin til að segja upp samningum, með það fyrir
augum að hefja baráttu fyrir greiðslu mánaðarlegrar upp-
bótar, samkvæmt vísitölu. Litlu síðar var skorað á félögin
að hafa lausa samninga 1. apríl. Sambandsstjórnin ráðgað-
ist ekki við eitt einasta verkalýðsfélag svo vitað sé.
Á Alþingi hafði Hannibal Valdimarsson gefið þær upp-
lýsingar að skilyrðið fyrir aukaframlaginu frá Marshall-
stofnuninni, að upphæð 100 millj. kr., væri að ríkisstjórnin
tryggði að engar kauphækkanir næðu fram að ganga. 1
útvarpsumræðunum lýsti Ólafur Thors því yfir að atvinnu-
rekendum þeim, sem gengju að kröfum verkamanna skyldi
refsað með þeim hætti, að bankarnir neituðu þeim um
reksturslán til fyrirtækja sinna.
Þegar svo var ástatt var auðsætt að barátta verkalýðs-
samtakanna yrði mjög hörð. Það reið því á að verkalýðs-
samtökin gætu orðið samtaka og veldu hinn heppilegasta
tíma til þess að geta greitt sem þyngst högg. Til þess þurfti
góðan undirbúning. Stjórn Alþýðusambandsins virtist
hinsvegar leggja alla áherzlu á að sundra samtökunum og
tvístra fylkingunum.
Áskoranir bárust nú hvaðanæfa um verkalýðsráðstefnu
til þess að samræma baráttuna. Alþýðusamb.stj. svaraði
með því að kalla saman til viðræðu formenn 10 fél., sem sagt
höfðu upp samningum. Voru það flest smærri félög á Suð-