Réttur - 01.01.1951, Síða 140
140
RÉTTUR
Þegar veizlugleði herforingjanna náði hámarki við hljóm-
ana frá einum Dónárvalsinum, gaf Mendel Harb, sem tek-
izt hafði að koma fyrir dýnamítsprengju undir flyglinum,
félaga sínum Sokolo merki, og hann yfirgaf salinn undir
því yfirskyni, að hann þyrfti að bæta brostinn streng á
fiðlunni sinni. Á meðan Mendel Harb endurtók lokahljóma
lagsins kveikti hann í tundurþræðinum með glóðinni af
vindlingi sínrnn. Húsið hrundi til grunna við sprenginguna
og drap herforingjana með tölu. Mendel Harb lá einnig
grafinn undir rústunum.
Eins og vinirnir höfðu bundið fastmælum, flutti Sokolo
skæruliðunum fréttina um það sem gerzt hafði, þeir réð-
ust samstundis á hinn höfuðlausa setuliðsher og gjöreyddu
honum.
Minjagjöí.
Eftir að Þjóðverjar höfðu hertekið Parísarborg í síðustu
heimsstyrjöld, olli það málaranum Picasso og vinum hans
nokkurrar furðu, að sigurvegararnir skyldu láta hann
óáreittan, en sá fiskur lá þar víst undir steini, að áróðurs-
ráðuneyti Nazista ætlaði að gera sér mat úr þeirri stað-
reynd erlendis.
Foringjar setuliðsins og óbreyttir hermenn voru tíðir
gestir í vinnustofu Picassos fyrst eftir töku borgarinnar.
Þögull tók meistarinn á móti hinum óboðnu komumönnum,
og þögull fylgdi hann þeim rnn hýbýli sín, en hver þeirra
fékk, er brott var gengið, eftirmynd af málverkinu fræga,
þar sem eyðileggingu nazistaflugvéla á Baskaþorpinu Guer-
nica er lýst. Þá fyrst mælti Picasso orð af vörum, og æ
hiðisama: „Minjagjöf".
Dag nokkum kom embættismaður úr leynilögreglunni í
heimsókn, hampaði einni eftirmyndinni og spurði:
„Er þetta yðar verk?“