Réttur - 01.01.1951, Page 141
RÉTTUR
141
„Nei“, svaraði meistarinn og hristi höfuðið, „þetta er
yðar verk“.
Hvort sendillinn hefur alls ekki skilið svarið eða þá allt
of vel, blöskrað dirfska þess eða dæmt það vitfirrskuhjal,
það skal ósagt látið; en hann fór, og Picasso spurði ekki
til hans framar.
Þúsund og ein funga
Þegar enskir hermenn og belgiskir skæruliðar leystu
þorpið Florennes í Ardennafjöllmn úr hers höndum og
brutust inn í bækistöðvar þýzku setuliðsforingjanna, fundu
þeir barnslík í einum neðanjarðarklefanum. Jafnskjótt var
gengið úr skugga um, að það var af þrettán ára dreng,
Pierre Etienne Delvaux, sem Gestapo hafði tekið höndum
í því skyni að komast á snoðir um dvalarstað tveggja eldri
bræðra hans, er báðir störfuðu í skæruliðasveit. En skiln-
aðarorð móður hans, sem áður hafði verið handtekin liðu
drengnum ekki úr minni: „Eitt orð: ekkert að játa“ —
og fyrir yfirheyrsluna beit Pierre Etienne Delvaux tunguna
úr munni sér. Síðan börðu þeir hann niður með byssu-
skeftunum.
Borgararnir í Florennes fylgdu honum til grafar eins og
föllnum hershöfðingja og reistu honum bautastein, sem á
var letrað: „Dáð hans talar til komandi kynslóða þúsund
tungum.“