Réttur


Réttur - 01.01.1951, Síða 142

Réttur - 01.01.1951, Síða 142
142 RÉTTUR ERLENDAR BÆKUR Marcel Cohen: Le language, structure et evolution. M. Cohen er kunnur franskur málfræðingur, m. a. sérfróður í semetiskum málum. Hann stóð á sínum tíma ásamt A. Meíllet að útgáfu mikils yfirlitsrits um tungumál (Les langues des mondes). Hann hefur og lengi verið einn þeirra fræðimanna, er standa að tímaritinu „La Penseé“, sem áður hefur verið á minnzt hér í þessum dálkum. Prófessor Cohen hefur og samið allmikið rit um franska málsögu og gert sér far um að beita marxiskum rann- sóknaraðferðum og hnekkja hin- um ýmsu kenningum málfræði- legrar hughyggju, bæði í því er varðar þróun og sögu tungunnar, sem og stöðu málsins innan sam- félagsins yfirleitt. í ofangreindri bók sinni f jallar Cohen um málið, gerð þess og þróun. Hann byrjar á því að skilgreina viðfangsefni málvísindanna og víkur að helztu skoðunum um uppruna málsins og því hvaða gögn helzt megi að notum koma við ráðningu þeirr- ar gátu. Þá er um það rætt, hversu málið greinist, í þjóðtung- ur, mállýzkur og sérmál ýmis- konar. Síðan kemur höfundur að innri gerði málsins, hljóðfræði — og byggingarkerfi þess. Loks er svo rætt um þróun mála, ytri sem innri. Höfundur leitast jafn- an við að líta á málið í tengslum við þjóðfélagið og þróun þess, án þess þó að láta sér sjást yfir sér- eðli þess. Bókin er ekki stór, að- eins 140 blaðsíður, og fremur ætluð leikmönnum á þessu sviði en málfræðingum. Engu að síður má margt af henni læra, hún er skýrt og skilmerkilega skrifuð — og aðalatriðunum gerð all- rækileg skil. Roger Garaudy: Grammaire de la Liberté. Bókin fjallar svo sem titillinn ber með sér um frelsið. Höfundur byrjar með því að sýna okkur nokkrar svipmyndir úr daglegu lífi, um hversu frelsinu vegnar nú í heimi hér, og hve ólíkar hug- myndir menn gera sér um það. Því næst rekur hann í megin- dráttum sögu hins svokallaða borgaralega frelsis, ósamræmið milli hugtaka og veruleika, og áhrif eigna- og stéttamunar í þessum efnum. Hið borgaralega frelsishugtak er í reyndinni nei- kvætt — það er jafnan „lausn frá“ einhverju, svo sem talsmenn þess orða það. Að baki felst sú hugsun, að samfélagið sé í sjálfu sér fjötur á frelsi manna en ekki skilyrði þess og vettvangur. í augum marxistans er frelsið já- kvætt — það er frelsi til einhvers, frelsi í reynd og framkvæmd. Einstaklingnum er ekki tef lt gegn samfélaginu, frelsi utan við sam- félagið er helber blekking, því að frelsið er ávöxtur af samstarfi og samlífi manna. Frelsið er ekki reist á duttlungum einstaklinga, heldur á skilningi þeirra og valdi á lögmálum náttúrunnar og þjóð- félagsins. Borgaralegt þjóðfélag
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.