Réttur - 01.07.1951, Side 3
RÉTTUR
147
f nafni íslenzku þjóðarinnar ákærum vér ríkisstjóm
Bandaríkja Norður-Ameríku fyrir að hafa sent vopnaðan
her inn í friðsamt land, fyrir að níðast á fámennri varnar-
lausri þjóð, til þess að ná landi hennar sem herstöð. Það
dregur ekki úr sök bandariska auðvaldsins, á þessu niðings-
verki gagnvart íslandi, þótt auðvald Ameríku hafi náð slík-
um tökum á valdhöfum lands vors með fjárgjöfum, blekk-
ingum og grýlusögum, að það hafi getað látið þá undirskrifa
fyrirskipanir hins ameríska hervalds og traðka á lögum og
stjórnarskrá landsins.
Framkoma ríkisstjórnar Bandaríkjanna gagnvart þjóð
vorri, frá því árið 1941, hefur verið óslitin röð ofbeldis
og svika á gefnum loforðum eða samningum.
25. júní 1941 er ríkisstjórn íslands kúguð til þess með
24 klukkutíma úrslitakostum að afhenda Bandaríkjunum
Island til hersetu.
Að stríði loknu reynir Bandaríkjastjórn 1. október 1945
að kúga íslendinga, meðan hún enn hefur her í landinu,
til þess að afhenda þrjá staði á landinu undir hennar yfir-
ráð í 99 ár sem herstöðvar.
Þegar Islendingar neita þessum yfirgangi, rýfur Banda-
ríkjastjórn samninga sína og neitar að fara burt með her
sinn af landinu, nema Keflavíkurasamningurinn sé gerður.
Eftir að Keflavíkursamningurinn er gerður 5. október
1946, taka Bandaríkin til að brjóta hann, hrifsa undir sig
öll yfirráð á vellinum og svikjast um að greiða Islandi
hundruð milljóna í tolla og skatta, sem þeim ber.
Þannig hefur amerískt auðvald ár frá ári aukið ágang
sinn, eftir að undan því var látið 5. október 1946, unz nú
er svo komið, að Bandaríkin sölsa undir sig yfirráð ís-
lenzkra atvinnumála, heimta að ráða kaupgjaldi Islendinga,
banna að Alþingi Islendinga samþykki lög um hagsmuni
landsmanna, — og knýja nú loks fram afhendingu landsins
sem opinberrar herstöðvar.
Amerískir auðdrottnar hafa þannig með fláttskap og of-