Réttur


Réttur - 01.07.1951, Page 76

Réttur - 01.07.1951, Page 76
220 RÉTTUR Hitler kvaddi 20. febrúar Falkenhorst hershöfðingja á sinn fund og fól honum að undirbúa og veita forstöðju herferð til Noregs. Honum fórust orð á þessa leið: „Mér er tjáð, að Englendingar hafi í hyggju að efna til landgöngu, og ég vil verða fyrri til. Hernám Noregs af hendi Englendinga yrði örlagaríkur herstöðulegur leik- ur, er veitti þeim aðgang að Eystrasalti, þar sem við höfum hvorki heri né virki .... óvinirnir fengju aðstöðu til að sækja til Berlínar og brjóta hrygginn á vígstöðu okkar.“ Þann 1. marz gaf Hitler út tilskipanir sínar um undirbúning innrásarinnar. Danmörku skyldi einnig hernema sem stökkpall í herstöðulegum skilningi og í öryggisskyni vegna flutningaleið- anna. Enn var þó ekki um endanlega ákvörðun þess að ræða að láta til skarar skríða. Gerðarbókin frá fundi Hitlers og Readers sýnir, að hann tvísteig eftir sem áður milli þeirrar sannfæringar, að „verndun hlutleysis Noregs væri ákjósanlegust" fyrir Þýzkaland og óttans við landgöngu Breta í Noregi. Þegar hann þann 9. marz lagði fram áætlunina að hernaðaraðgerðum flotans varaði hann við hættunni að leggja til orustu „gegn öllum lögmálum sjóhernaðar," en benti um leið á hina „knýjandi nauðsyn". Næstu viku gekk taugaóstyrkur Þjóðverja megin sótthita næst. Þann 13. marz barst sú frétt, að brezkir kafbátar hefðu safnazt saman út af suðurströndum Noregs. Þjóðverjar náðu 14. marz loft- skeyti, þar sem flutningaskipum bandamanna er skipað að vera albúnum brottsiglingu. Degi síðar kom hópur franskra liðsfor- ingja til Bergen. Þjóðverjum virtist sem þeir yrðu áreiðanlega of seinir á sér, þar eð innrásarlið þeirra var enn ekki ferðbúið. Hvað gerðist í raun réttri bandamanna megin? Daladier krafð- ist 21. febrúar að Altmarkatburðirnir yrðu notaðir sem átylla þess „að hernema þegar í stað“ norskar hafnir með „skyndilegum hernaðaraðgerðum“. Daladier fullyrti: „Réttlæting þess í augum heimsins verður því léttari, því fyrr sem í þessar aðgerðir er ráð- izt, og því meir sem áróður vor getur fært sér í nyt minninguna um meðsekt Noregs í Altmark-atburðunum". (Afstaða Daladiers var furðu lík afstö^u Hitlers). Þessum tillögum frönsku stjórnar-

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.