Réttur - 01.07.1951, Page 17
RÉTTUR
161
Ályktun 22. þings Alþýðusambandsins.
Verkfallið í maí átti sér alllangan og merkilegan aðdraganda,
sem ekki er ófróðlegt að rifja upp í stórum dráttum. Hin víðtæku
samtök verkalýðsfélaganna, sem að verkfallinu stóðu, voru byggð
upp af miklum hyggindum og framsýni. Átti Verkamannafélagið
Dagsbrún, hin trausta og reynda forustusveit íslenzkra verka-
manna, höfuðþáttinn í því að svo giftusamlega var um alla hnúta
búið í undirbúningi og framkvæmdum, 'að sigur verkalýðsins var
tryggður fyrirfram, — nema því aðeins að um því herfilegri svik
yrði að ræða innan frá, af hálfu erindreka atvinnurekenda í
verkalýðshreyfingunni sjálfri, en til þess skorti þá hvorki vilja
né tilburði, þótt unnt reyndist að hindra óhappaverkin, eins og
síðar mun vikið að.
Á Alþýðusambandsþinginu s.l haust var samþykkt einróma
ályktun í kaupgjalds- og dýrtíðarmálum þar sem svo segir m. a.:
„Samkvæmt ákvæðum gengislaganna er kaupgjald bundið
frá 1. júlí s.l. til næstu áramóta, og hefur dýrtíðin aldrei
vaxið örar en á þessu tímabili. Þannig hefur ríkisstjórnin
brugðizt þeirri siðferðilegu skyldu, er á hana féll með kaup-
bindingunni, að stöðva þá jafnframt verðhækkanir á sama
tíma. Nú er allt útlit fyrir, að kaup fáist jafnvel ekki leið-
rétt til samræmis við vísitölu um næstu áramót og verður
það þá óbreytt næstu sex mánuði.
Því telur þingið að verkalýðshreyfingin verði nú að
spyrna við fótum, stöðva kjararýrnun þá, er af þessu hefur
leitt, og hefja sókn fyrir því, sem tapast hefur, og fyrir
batnandi lífskjörum. Felur þingið hinni væntanlegu sam-
bandsstjóm að setja öllu ofar að sameina verkalýðsfélögin
til samstilltra átaka í þessu efni.
Þingið leggur ríka áherzlu á, að væntanleg stjóm A. S. í.
hafi forustu um, að félögin leggi SAMEIGINLEGA til þeirr-
ar baráttu sem framundan er.“
I þessari ályktun sinni tók 22. þingið á vandamálum kaup-
gjalds- og dýrtíðar af raunsæi og framsýni, enda áttu sameiningar-
11