Réttur


Réttur - 01.07.1951, Side 42

Réttur - 01.07.1951, Side 42
186 RÉTTUP innar, þótt leiðtogar hennar verði vitanlega aldrei losaðir við sínar sakir. Þýzkaland var þess gjörsamlega vanmegnugt fjárhagslega, að hefja þá miklu endurhervæðingu, sem þegar hófst eftir Versala- samningana. En sá stóri þáttur, fjárhagslega hjálpin, barst annars- staðar að, úr þeirri átt, er sízt hefði mátt vænta, og ekki er mikið verið að draga fram í dagsljósið nú, því einmitt þær staðreyndir varpa óþægilegu ljósi yfir þá atburði, sem nú gerast og Islendingar eru m. a. flæktir í. Þá er það ekki síður viðurkennd staðreynd, að í hagkerfi kapí- talismans gefur engin framleiðsla þvílíkan ofsagróða, sem fram- leiðsla vígvéla og morðtóla, og aldrei eins og þegar styrjöld stendur yfir. Þetta er kunnugt úr báðum síðustu heimsstyrjöldum. Samkvæmt staðfestum opinberum upplýsingum var gróði nokk- urra tiltekinna bandarískra einokunarhringa, Standard Oil, Du Pont, Morgan o. fl. fimm sinnum meiri á stríðsárunUm fimm, en jafnmörg næstu árin fyrir stríðið. Sama sagan í e. t. v. eitthvað minni mæli hafði gerzt í fyrri styrjöldinni. Þetta fé þurfti að ávaxta, og þá auðvitað þannig að það gæfi sem beztan arð. Til þess var stríðshrjáð Evrópa til valinn vettvangur, og þá sérstaklega Þýzkaland. Þá var einnig, ekki síður en nú verið með fínar hjálparáætlanir um amerískt fjármagn til endurreisnar hagkerfi Evrópu. Hinum frægu Dawes og Young áætlunum var þá sungið lof og dýrð af blaðamönnum, stjórnar- herrum og öllum þeirra áróðurstækjum, engu síður en Marshall- áætluninni nú, en eigi að síður leiddu þær aðeins til nýs vígbúnað- ar, því þar borgaði sig bezt að renta féð, og nýrrar styrjaldar. Það var þegar á árunum 1919—’22 að amerískir auðhringar tóku að lána fé í stórum stíl til hins þýzka þungaiðnaðar. Svo var látið heita, að verið væri að rétta þurfandi starfsbróður hjálparhönd. Enn fremur að endurreisa þyrfti efnahagskerfi Þýzkalands, til þess að því yrði kleyft að greiða þær stríðsskaðabætur, sem því var gert að greiða með Versalasamningunum. Á þann reikning einan voru veitt engilsaxnesk lán að upphæð 25—30 milljarðar marka til að byrja með. Af því voru 70% frá Bandaríkjunum og

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.