Réttur - 01.07.1951, Blaðsíða 23
RÉTTUR
167
Viðbrögð Alþýðusambandsstjórnar urðu þau, að saman var
kölluð hin svonefnda „pukurráðstefna", en það var nánast leyni-
fundur, sem sambandsstjórnin hélt með formönnum nokkurra smá-
félaga í grennd við Reykjavík, sem samþykkt höfðu að segja upp
samningum. Fátt markvert gerðist á fundi þessum annað en það,
að þeim formönnum sem mættu varð enn ljósara en áður hversu
allur málatilbúnaður og undirbúningur sambandsstjórnar var van-
máttugur og í molum, og fjarri því að svara þeim kröfum, sem
ábyrg verkalýðsforustu hlaut að gera við þær aðstæður sem voru
fyrir hendi.
Næsta skref verkalýðsfélaganna var að herða á kröfum sínum
um raunverulega verkalýðsráðstefnu, sem væri hlutverki sínu
vaxin. Enn var sambandsstjórn treg en lét þó undan og kvaddi
saman fulltrúa þeirra félaga sem náðist í fyrirvaralítið, og fengið
höfðu heimild til uppsagnar. Sátu þessa ráðstefnu fulltrúar rúml.
20 félaga, en 130 sambandsfélög áttu þar engan fulltrúa Engin
framsaga í málinu átti sér stað af hálfu sambandsstjórnar og kom
það í hlut fulltrúa Dagsbrúnar að reifa málið áður en almennar
umræður hófust.
Á ráðstefnunni kom glöggt fram, að fulltrúar verkalýðsfélag-
anna lögðu á það ríka áherzlu að til alls undirbúnings yrði sem
bezt vandað. Sambandsstjórn var á allt öðru máh og taldi veginn
framundan greiðfæran. Lýsti Jón Sigurðsson, framkvstj. sam-
bandsins, því yfir að Hafnarfjarðarbær og fyrirtæki hans hefðu
ákveðið að ganga að kröfunum og semja við Verkamannafélagið
Hlíf, án þess til verkfalls þyrfti að koma. Þetta staðfesti forseti
sambandsins, Helgi Hannesson, sem einnig er bæjarstjóri Hafn-
firðinga. Auk þess fullyrti framkv.stj. að fleiri félög, sem sagt
hefðu upp, svo sem Verkalýðsfélag Akraness o. fl., ættu það alveg
víst að gengið yrði að kröfunum án verkfalls.
Hér fer á eftir ályktun sú, er ráðstefnan samþykkti:
„1. Verkalýðsráðstefna A.S.Í. haldin í Reykjavík 27. marz
1951, lýsir yfir þvi, að eins og nú er komið verðlags og at-
vinnumálum í landinu, þá sé óhjákvæmilegt að sambands-
félögin hefji þegar einarða sókn fyrir því að fá nú þegar