Réttur - 01.07.1951, Page 12
156
RETTUR
Bjarni Benediktsson og félagar hans í ríkisstjórn íslands hafa
kosið að taka á sig persónulega ábyrgð fyrir öllum þessum skelf-
ingum. íslenzka þjóðin getur ekki hreinsað sig af þessum verkum,
og ekki heldur skottið sér undan þeirri ábyrgð að hafa kallað
hættu tortímingarinnar yfir sjálfa sig, nema með því að draga
þessa menn til ábyrgðar.
En Bandaríkjamenn fara heldur ekki dult með það, að heims-
stríð það, sem þeir heyja nú og sem enn er „kalt“ á vesturhveli
jarðar, og sem þeir vilja ólmir breyta í „heitt“, er ekki aðeins
stríð gegn Sovétríkjunum, heldur eru óvinirnir dreifðir um allan
hnöttinn. Það er heimsstríð gegn þeirri stefnu, sem þeir kalla
kommúnisma. „Kommúnismi" — það er öll barátta mannanna,
hvar sem er í veröldinni, fyrir þjóðfrelsi, bættum kjörum, sósíal-
isma, lýðréttindum og friði. Það er t. d. „kommúnismi" að berjast
fyrir því að notkun kjarnorkuvopna sé bönnuð Stefna amerískra
stjórnarvalda er með öðrum orðum nákvæmlega hin sama og
stefna þýzku nazistanna, — þó form áróðursins sé nokkuð breytt.
Það er fasisminn afturgenginn og er nú skelfilegri ógnun við
mannkynið en nokkru sinni fyrr. Það hefur engin fasistísk
valdataka farið fram í Bandaríkjunum að þýzkum eða ítölskum
hætti, en samt ríkir þar nú skefjalaus fasismi. Þar er lífshættulegt
að láta í ljós andúð sína gegn stríði og notkun kjarnorkuvopna.
Beztu vísindamenn, rithöfundar og listamenn Bandaríkjanna
eru reknir frá störfum og verk þeirra eyðilögð vegna þess eins
að þeir hafa tekið þátt í baráttu fyrir friði. Mönnum er varpað
í fangelsi fyrir það eitt að neita að afhenda hinni fasistísku lög-
reglu nöfn vina sinna og skoðanabræðra í baráttunni fyrir frum-
stæðustu réttindum manna — svo hægt sé að ofsækja þá. Það
er her þessa fasistaríkis, sem nú sækir ísland heim samkvæmt
beiðni íslenzku ríkisstjórnarinnar. Það er fasistískt hernám, i
eðli sínu sambærilegt við hernám nazista í Danmörku og Noregi.
Mundi danska og norska þjóðin nokkurntíma hafa fyrirgefið okk-
ur íslendingum, ef við hefðum gert okkur seka um það níðingsverk
að fagna hernámi nazista í löndum þeirra? Og nú spyr ég:
Munu ríkisstjórnir þessara landa fremja slíkt níðingsverk á okk-
N