Réttur


Réttur - 01.07.1951, Side 11

Réttur - 01.07.1951, Side 11
RÉTTUR 155 trúlegustu. Þetta er árangurinn. Þetta virðist nú ekki vera erfitt gáfnapróf fyrir íslendinga En heill þjóðarinnar er nú samt undir því komin, að hún standist þetta próf. Enginn maður, sem héfur hin minnstu kynni af landafræði og hernaðartækni og kann að leggja saman tvo og tvo, dregur í efa til hvers herstöðvar á íslandi eru ætlaðar. Þær eru ætlaðar til loftárása, þar á meðal kjarnorkuárása á meginland Evrópu og þó fyrst og fremst Sovétríkin. í útvarpserindum og blaðagreinum um allan heim„ þar á meðal í Bandaríkjunum, er þetta rakið og út- skýrt fyrir almenningi. Alls staðar nema á íslandi, þar sem Þjóð- viljinn einn segir sannleikann. Það er algengt að stjórnarblöð í Bandaríkjunum birta hernaðaruppdrætti, þar sem sýnd er þýðing íslands, sem árásarstöðvar Bandaríkjanna gegn Sovétríkjunum. Og þeir eru ekkert myrkir í máli um það hvernig á að heyja stríðið. Fjölda margir æðstu valdamenn Bandaríkjanna, þar á meðal ráð- herrar í stjórn Trumans og hershöfðingjar í þjónustu hennar hafa krafizt þess, að hafin yrði árásarstyrjöld á Sovétríkin með þeim hætti að varpað yrði kjarnorkusprengjum á stórborgir þeirra. Sjálfur hefur Truman tvívegis lýst yfir í stórpólitískum ræðum, að hann sé ráðinn í því að láta kasta kjarnorkusprengjum á ný, þegar honum þyki tímabært. Omar Bradley, formaður herforingjaráðs- ins, lýsti yfir eftirfarandi á vopnahlésdaginn 1949: „Við höfum komizt yfir leyndarmál kjarnorkunnar og viljum ekki lengur hlusta á fjallræðuna. Við vitum meira um stríð en frið, meira um eyðingu lífsins, en lífið sjálft.“ Og blaðið Washington Times Herald lýsir komandi styrjaldar- rekstri Bandaríkjanna á þessa leið: „Við skulum senda flugvélar upp í 40 þúsund feta hæð, hlaðn- ar kjarnorkusprengjum, íkveikjusprengjum, sýklum og eitri til þess að drepa börnin í vöggu, gamalmennin á bæn og verkamenn- ina að starfi.1 Við þurfum sannarlega ekki að kvarta undan því að Banda- ríkjamenn hafi ekki skýrt okkur greinilega frá fyrirætlunum sínum. Við þurfum heldur ekki að dyljast þess, að ef slíkur hern- aður yrði rekinn frá íslandi, þá er líf þjóðarinnar í miklum voða.

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.