Réttur


Réttur - 01.07.1951, Page 29

Réttur - 01.07.1951, Page 29
RÉTTUR 173 Þau félög, sem strax í upphafi stóðu að samkomulaginu voru: Verkamannafélagið Dagsbrún, Félag járniðnaðarmanna, Félag ísl. rafvirkja, Iðja, fél. verksmiðjufólks, Félag bifvélavirkja, Félag blikksmiða, Sveinafélag skipasmiða, Múrarafélag Reykjavíkur, Sveinafélag pípulagningamanna og Verkamannafélagið Hlíf, Hafn- arfirði. Síðar bættust 9 félög í hóp samstarfsfélaganna, svo að félögin urðu alls 19, er að hinni sameiginlegu baráttu stóðu. Félögin er síðar bættust við voru: Málarasveinafélág Reykjavíkur, A.S.B., félag afgreiðslustúlkna í mjólkur- og brauðabúðum, Starfsstúlkna- félagið Sókn, Nót, félag netavinnufólks, Verkakvennafélagið Framsókn, Mjólkurfræðingafélag íslands, Sveinafélag húsgagna- smiða, Prentmyndasmiðafélag íslands og Iðja, félag verksmiðju- fólks, Hafnarfirði. Með þessum víðtæku samtökum sínum höfðu verkalýðsfélögin tekið forustuna í kaupgjaldsbaráttunni úr höndum sambands- stjórnar. Þau höfðu skapað henni nýja forustu, sem hafði önnur og heillavænlegri sjónarmið. Að svo tókst til var mikil gæfa fyrir verkalýðinn, sem aldrei hefði uppskorið annað en ósigur hefði stefna sambandsstjórnar orðið ráðandi. Auk samstarfsnefndar verkalýðsfélaganna, sem skipuð var ein- um fulltrúa frá hverju félagi og Jóni Sigurðssyni frá Alþýðu- sambandsstjórn, kusu félögin sér þriggja manna framkvæmda- stjórn til þess að hafa yfirstjórn baráttunnar og samstarfsins á hendi. í hana völdust þeir Eðvarð Sigurðsson, ritari Dagsbrúnar, Óskar Hallgrímsson, form. Félags ísl. rafvirkja, og Sigurjón Jóns- son, form. Félags járniðnaðarmanna. Hvíldi aðalþungi skipulags- starfsins í sambandi við uppsagnirnar og undirbúning baráttunn- ar á þeirra herðum. Leyninefndin og samningamir. Nokkru áður en verkföllin skullu á varð það uppvíst að enn sem fyrr stóð sambandsstjórn í daglegu og stöðugu sambandi við ríkisstjórnina varðandi deilurnar. Tilnefndi sambandsstjórn, án

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.