Réttur - 01.07.1951, Blaðsíða 92
236
RÉTTUR
Gegn helstefnu örbirgðar og styrjalda.
ÍSLENZKRI þjóð þarf að verða fullkomlega ljóst, að eigi er
seinna vænna að grípa í taumana og hverfa af þeirri
glæfrabraut er gerspilltar forréttindastéttir hafa markað
til eymdar, áþjánar og eyðingar.
Á ÞESSUM úrslitatímum er það sögulegt hlutverk verkalýðs-
hreyfingarinnar að ná þjóðarforustunni úr klóm rotinna
fjárplógsmanna höfuðstaðarins í hendur alþýðunni sjálfri,
í órofa bandalagi við aðrar vinnustéttir landsins til sjávar
og sveita, sem og menntamenn og aðra þjóðholla íslend-
inga, og bjarga þannig í einu sögulegum arfi sjálfstæðis
og lýðréttinda, sjálfri sér og allri framtfð þjóðarinnar.
BREGÐIST verkalýðshreyfingin því sérstaka hlutverki sínu
að sameinast nú algerlega um markvissa, hugdjarfa leið-
sögn í þeirri jákvæðu sköpunarbaráttu, sem hver góður
íslendingur þráir, og bregðist núlifandi kynslóð því kalli
hennar og um leið sinni eigin köllun, þá stendur vá mikil
fyrir dyrum. Allt er þá í hættu, sem áunnizt hefur, síðan
ármenn þjóðarinnar hófu reisn sína upp úr niðurlægingu
hinnar 17. aldar. Öll barátta þeirra á 18., 19. og 20- öld
fyrir viðreisn þjóðemis, endurheimt sjálfstæðis, stofn-
im lýðveldis, nýsköpun atvinnuvega og almennri velmegim
hefur þá til einskis verið háð. Ávextir hálfrar aldar verka-
lýðsbaráttu, þar á meðal hinna miklu sigra á árunum
1942—47, eru þá glataðir. Islenzkrar alþýðu bíður þá ekk-
ert annað en yfirdrottnun amerísks nýfasisma, studd af
úrkynjaðri reykvískri yfirstétt.
Enn sem íyrr skal endurheimt frelsisins verða þjóðarinnar
eigið verk.
ÞJÓÐARVAKNING er frumskilyrði þess að stefnubreyting tak-
ist. Þjóðin þarf ekki aðeins að komast til skýrrar meff-
vitundar um þá geigvænlegu hættu, sem hún er í stödd.
Sérhver þjóðhollur einstaklingur, sérhver vinnandi maður,
ungur sem gamall, karl sem kona, þarf einnig að finna
til þeirrar ábyrgðar, er á honum hvílir gagnvart sjálfum
sér, skylduliði og afkomendum, stétt hans og þjóðinni allri,
og vinna síðan að því af kappi að fylkja gervöllum lands-
lýð saman til sóknar og vamar. Allar samtakaheildir:
verklýðsfélög, samvinnufélög, kvenfélög, ungmennafélög,
íþróttafélög og hverskonar önnur menningarfélög, sem og