Réttur


Réttur - 01.07.1951, Side 40

Réttur - 01.07.1951, Side 40
ÁSMUNDUR SIGURÐSSON: Hverjir efna til nýrrar styrjaldar? Þessi spurning er á margra vörum. Enda er ekkert til sparað af iborgaralegum ríkisstjórnum að telja almenningi Vestur-Evrópu trú um, að hann verði að færa miklar fórnir, bera þungar byrðar til að tryggja sigur í hinni væntanlegu þriðju heimsstyrjöld. Að- alinntak þessa áróðurs er það, að lýðræðinu sé svo mikil hætta búin frá hinum sósíalistisku ríkjum í austri, að allur hinn kapítal- istiski heimur verði að gerast ein allsherjar hernaðarvél og morð- tólaverksmiðja til þess að fá staðizt þessa væntanlegu árás. Svo tnikið liggur við, að litla þjóðin úti á íslandi, sem ekki hefur vopn borið öldum saman varð að innlimast í þetta kerfi, til vernd- ar „lýðræðinu“, „menningunni", „frelsinu" eða nánar til tekið tlestum þeim verðmætum, sem talin eru mannlegu lífi til gildis. Nú er það staðreynd, sem ég held að fáir skynsamir menn neiti, að hin borgaralega áróðurspressa, bæði blöð, útvarp og ríkis- stjórna tilkynningar og hvað eina, er EKKI hlutlaus í þessum sfnum. Þvert á móti hefur þessi áróður þann ákveðna tilgang að vinna fylgi fjöldans, eða a. m. k. fá hann til að sætta sig við þá stefnu, sem er fylgt, þær framkvæmdir, sem gerðar eru, og þær fórnir, sem lagðar eru á herðar hins almenna manns. Þá er það og önnur staðreynd, að til þess að geta áttað sig og dæmt um þá hluti, sem eru að gerast á hverjum tíma, er óhjá- kvæmilegt að athuga sögu fyrri tíma, vegna þess að 1 hennar ljósi verður nútíminn að skoðast. Nú vill svo til, að við þurfum ekki að líta mjög langt aftur í tímann, aðeins á tímabilið milli þeirra tveggja heimsstyrj alda sem allir miðaldra íslendingar hafa lifað, til að skilja það sem nú gerist.

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.