Réttur


Réttur - 01.07.1951, Blaðsíða 91

Réttur - 01.07.1951, Blaðsíða 91
RÉTTUR 235 stétta bein afleiðing vísvitandi og samfelldra árása á alþýðu þessa lands, er að því miða að þrýsta henni á nýjan leik niður á stig fullkominnar nýlendukúgunar. ÁRÁSUM þessum er stjómað af erlendu auðvaldi, sem náð hefur kverkataki á fjármálum og viðskiptalífi þjóðarinn- ar með skilyrðum svonefndrar Marshall-hjálpar og lán- veitingum Alþjóðabankans. Það er þetta vald, sem stöðv- að hefur framfarir atvinnulífsins með lánsfjárkreppu þeirri, er nú þjakar það. 1 umboði þessa valds hafa bankar íslenzka ríkisins, ásamt sjálfum ríkissjóðnum, verið gerð- ir að vægðarlausum innheimtustofnunum og beinum arð- ránstækjum á hendur þjóðinni, í stað þess að vera lyfti- stöng framfara cg stoð og stytta framleiðslunnar. HIÐ AMERlSKA auðdrottnunarvald hefur náð slíkum tökum á forkólfum Alþýðuflokksins, Framsóknarflokksins og Sjálf- stæðisflokksins, að þeir framkvæma nú fyrirskipanir þess í smáu sem stóru, án þess nokkru sinni verði vart sér- staks tillits til íslenzkra hagsmuna og framtíðar. Þessir forkólfar knýja síðan flokkakerfi sín til hlýðni við allt, sem fyrir þá er lagt, í fullu trausti þess áð geta á sín- um tíma beygt almenna kjósendur til samskonar auð- sveipni vegna tryggða þeirra við sitt gamla forustulið. ÞANNIG eru flokkasamtök þau, er eitt sinn voru mynduð vegna sjálfstæðis landsins og hagsmuna alþýðu, orðin að málaliði erlends valds, sem hefur það helzt verkefni að slæva dómgreind þjóðarinnar meðan verið er að leggja hana í fjötra. ísland hefur verið gert að herstöð til af- nota við stríðsundirbúning auðvaldsins gegn aiþýðuríkjum heimsins og þeim undirokuðu nýlenduþjóðum, sem nú berj- ast fyrir frelsi sínu á sama hátt og vér áður gerðum og oss enn ber áð gera- Alþángi íslendinga, fyrrum sómi þjóðarinnar, sverð hennar og skjöldur í sjálfstæðisbar- áttunni, hefur nú verið gert að fótaþurrku hinna nýju valdhafa, jafnt innlendra sem erlendra. Stjómarskrá hins unga lýðveldis er hvað eftir annað þverbrotin af þeim sömu valdhöfum til þjónkunar við ítök og hagsmuni hins erlenda herveldis á íslandi. MEÐ ÞESSUM hinum örlagaríkustu afbrotum íslenzkra valds- manna, er um getur í sögunni, hefur þjóðemi vom, tungu og menningu verið búinn bráður háski á friðartímum, auk þess sem sífellt vofa yfir ógnir ófyrirsjáanlegrar tor- tímingar, ef auðvald veraldarinnar varpar mannkyninu út í eitt heimsbálið enn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.