Réttur - 01.07.1951, Blaðsíða 68
B. H. LIDELL HART:
Árósin á Noreg
ástæður hennar og aðstæður
[B. H. Lidell Hart er nafnfrægastur herfræðingur í ensku-
mælandi löndum. Mesta frægð hlaut hann fyrir ritgerðir
sínar um breytt vígskilyrði í styrjöldum nú á tímum, vegna
vélahernaðarins. Á fjórða áratug aldarinnar reri hann öll-
um árum að endurskipulagningu brezka hersins og varð
ráðunautur hermálaráðherra, er Hore-Belisha tók við því
embætti 1938, en reyndist þungur róðurinn og sagði þeim
starfa lausum ári síðar.
Hann er fæddur 1895; stundaði nám við háskólann í
Cambridge; var liðsforingi í brezka hernum í fyrri heims-
styrjöldinni; herfræðingur aðalmálgagn brezka Ihaldsflokks-
ins, Daily Telegraph, frá 1925 til 1935, en síðan heimsblaðs-
ins The Times fram til upphafs síðari heimstyrjaldarinnar,
ritstjóri hermála við Encyklopaedia Britannica, brezku al-
fræðabókina; á árunum milli stríðanna falin umsjá með
samningu kennslubóka landgönguliðs brezka hersins, fyrir-
lesari í hersögu við Háskólann í Cambridge 1932—’33. Ritað
hefur hann nær þrjá tugi bóka um hernað og hersögu. í
þjóðmálum er B. H. Lidell Hart íhaldssamur og birtir greinar
sínar einvörðungu í hægrisinnuðum blöðum og tímaritum.
Ýmsum kemur vafalaust óvart sú afhjúpun ráðagerða
Breta og Frakka, sem fram kemur í grein þessari. Telur
höfundur þær ekki lengur til dægurmála, svo að sleppa má
áróðri, en beita í stað hans hlutlægni fræðimannsins. Að
nokkru leyti getur greinin kallazt eftirmáli Finnagaldursins].