Réttur - 01.07.1951, Qupperneq 58
202
R É T T U R
langar sjóleiðir, þar sem þýzki kafbbátaflotinn gat auðveldlega
valdið stórtjóni. Út frá þessu sjónarmiði og fleiri slíkum sömdu
þýzku hernaðarsinnarnir við engilsaxnesku olíuhringana, þegar
stjórnendur þeirra sáu ekkert annað en gróðamöguleika.
Árið 1937 tókust því samningar um að í Ameríku skyldi stofn-
aður nýr hringur, er fékk nafnið „American Hydrocarbon Syntetic
Corporation“. Hann fékk í hendur einkaréttindi til að nota upp-
finningu þessa utan Þýzkalands, og greiddi stórfé fyrir.
Auðvitað var uppfinningin aldrei notuð enda tilgangurinn sá
einn. Þar með þóttust vesturherrarnir hafa tryggt sína einokun.
En sagan er ekki nema hálfsögð með þessu. Því einu ári síðar eða
13. okt. 1938, gerðu Standard Oil og I. G. Farben með sér samning,
sem án efa varð grundvöllur hinna örlagaríkustu áhrifa á gang
styrjaldarinnar. I. G. Farben var þá orðinn aðalaðili í hernaðar-
uppbyggingu nazistastjórnarinnar og engir slíkir samningar gerðir
án vitundar hennar og þátttöku. Aðalatriði þessa nýja samnings
voru þau, að I.G.F. skyldi fá nýjar stórar upphæðir fyrir fram-
leiðsluleyndarmál sín auk þess sem greitt var áður. í staðinn
hét I.G.F. að láta af hendi þær uppgötvanir sem það kynni að
gera um óákveðinn tíma, í þessum efnum, gegn því að Standard
Oil greiddi fyrirfram stórar fúlgur af hinum árlegu afgjöldum, og
greiddi þær í olíu og benzíni. Þetta var á þeim tíma þegar naz-
istastjórnin var í mestri önn að vígbúast undir styrjöldina, ári
áður en hún hófst.
Einu dæmi skal þó bætt við enn.
Þegar styrjöldinni var lokið, voru ýmis skilríki I. G. Farben
rannsökuð af sameiginlegri rannsóknarnefnd Bandamanna. Skyldi
hinum bandarísku herrum í þeirri nefnd ekki hafa brugðið í brún,
þegar upp í hendur þeirra barst skjal um það hvernig Hitler fékk
a. m. k. verulegan hluta af olíubyrgðum sínum fyrir styrjöldina.
Þar segir orðrétt:
„Þýzka ríkisstjórnin gerði þá fyrirspurn til .I.G., hvort hann gæti
ekki vegna vináttu sinnar og sambanda við Standard .Oil gert inn-
kaup á flugvélabenzíni og öðrum olíuvörum í eigin nafni fyrir 20
millj. dollara , en þó fyrir þýzku ríkisstjórnina. Okkur tókst að