Réttur - 01.07.1951, Page 88
232
RÉTTUR
‘ \
nauðsyn þess að jafnframt yrði komið upp íslenzkum her.
Framkvæmdin lét ekki á sér standa, enda var það rödd
hins erlenda húsbónda, sem talaði fyrir munn þjónsins.
Þingmenn íslenzk-amerísku flokkanna voru kallaðir á fund
1 Reykjavík og þeim skýrt frá því, að gerður hefði verið
samningur um að amerískur her kæmi til landsins og voru
þeir látnir gjalda jáyrði við því. Ekki var málið lagt fyrir
utanríkismálanefnd. 7. maí kom herinn.
Miðstjórn Sósíalistaflokksins birti ávarp til þjóðarinnar
í tilefni hernámsins, þar sem því er lýst yfir að samnings-
gerðin sé brot á íslenzkum lögum og stjórnarskrá og gerð
grein fyrir tilgangi hennar og afleiðingum fyrir íslenzku
þjóðina. Ávarpið er birt í þessu hefti. 16. maí boðaði flokk-
urinn til útifundar í Reykjavík í mótmælaskyni. Varð það
fjölmennasti stjórnmálafundur, sem haldinn hefur verið
hér á landi.
Næsta skref íslenzkra stjórnarvalda á braut styrjaldar-
undirbúningsins, var að samþykkja upptöku Tyrklands og
Grikklands í Atlantshafsbandalagið og ganga þar með í
hernaðarlegt fóstbræðralag við þessi fasistaríki fyrir Is-
lands hönd. Eftirleiðis verða Islendingar að vera við því
búnir að vakna við það einn góðan veðurdag, að þeir séu
komnir í stríð til verndar valdhöfum Tyrklands og Grikk-
lands í nafni hins heilaga lýðræðis. Nóg eru tilefni á þessu
róstusama horni veraldar. Að það skuli einmitt vera Tyrkir,
sem Islendingar eiga að fórna lífi sínu fyrir er sérstök
gamansemi sögunnar.
Ekki hefur koma bandaríska hersins dregið úr áhuga
hinna gunnreifu stríðsmanna fyrir því að koma upp ís-
lenzkum her. Á landsfundi Sjálfstæðisflokksins lýstu þeir
því báðir yfir Ólafur Thors og Bjarni Benediktsson að það
væri næsta verkefnið. Og það sem meira var. Fyrirsögnin
á ræðu Bjarna hljóðaði þannig: „Stefna og starf komm-
únista gerir hervarnir íslands nauðsynlegar“. Þá vitum við
það. Sjálfstæðisflokkurinn og bandamenn hans í Fram-