Réttur - 01.07.1951, Blaðsíða 27
RÉTTUR
171
bandi við þetta tiltæki, og vissu ekki um það fyrr en félög þeirra
fengu boðin í hendur.
Eftir þessar fumkenndu og misheppnuðu tilraunir til að véla
verkalýðsfélögin sundruð og samtakalaus út í óundirbúið verk-
fall gafst sambandsstjórn loksins upp. Mun sambandsstjórn þá
fyrst hafa verið ljóst að verkalýðsfélögunum var nóg boðið, og
að þau voru ráðin í að haga baráttu sinni á annan og hyggilegri
hátt — og heyja hana undir annarri og sigurvænlegri forustu.
Samstarf verkalýðsfélaganna og samningauppsögn.
Öngþveitið sem sambandsstjórn reyndi frá upphafi að leiða
kaupgj aldsbaráttuna út í, var í hrópandi mótsögn og andstöðu við
vilja 22. þingsins, sem hafði lagt sambandsstjórn þá skyldu á
herðar að tryggja að baráttan yrði sameiginleg og markviss.
Þegar auðsætt var að sambandsstjórn stefndi í gagnstæða átt og
lagði alla orku sína í að skapa glundroða og stefnuleysi, sem
hlaut að leiða til smánarsamninga og ósigurs, urðu verkalýðsfé-
lögin sjálf að taka í taumana og skapa nýja forustu úr eigin hópi.
Dagsbrún notaði hvert tækifæri sem gafst til að vara sambands-
stjórn við afleiðingunum af stefnu hennar og hélt á hverjum
vettvangi fast fram sjónarmiði sambandsþingsins um samræmda
kaupgjaldsbaráttu sem allra flestra félaga, er kæmu sér saman
um verkfallstíma og alla tilhögun átakanna. Þegar sýnt var að
allt annað vakti fyrir sambandsstjórn en sameiginlegir hagsmunir
verkalýðsstéttarinnar og sambandsfélaganna tók Dagsbrún að
sér hið raunverulega hlutverk Alþýðusambandsins, og hóf að
skapa þau samtök sem voru óhjákvæmileg forsenda þess að sigurs
yrði auðið í þeirri baráttu sem framundan var. Beitti Dagsbrún
sér fyrir viðræðum milli þeirra verkalýðsfélaga sem þýðingar-
mest eru í Reykjavík og Hafnarfirði, til að ræða um samvinnu
og tilhögun baráttunnar. Höfðu þau félög öll aflað sér heimildar
til uppsagnar á samningum.
Árangurinn af viðræðum félaganna varð sá, að á fundi þeirra