Réttur - 01.07.1951, Page 73
RÉTTUR
217
í greinargerð frá 16. september rekur hann allar röksemdir
sínar með því, að slíkt skref yrði stigið, og hann nefnir „hernað-
araðgerð, hina mikilvægustu frá herstöðulegu sjónarmiði". Hann
viðurkenndi, að hún yrði sennilega þess valdandi, að Þjóðverjar
réðust á Norðurlöndin, og sagði: „Ef skotið er á óvininn, skýtur
hann á móti.“ Einnig sagði hann: „Við vinnum meira en við
töpum við þýzka innrás í Noreg og Svíþjóð." (Hins vegar minnist
hann ekki á, hvaða hlutskipti biðu þjóða Norðurlanda, ef lönd
þeirra yrðu gerð að vígvelli).
Meirihluti ráðuneytisins skirrðist þó enn við að skerða hlutleysi
Noregs. Þrátt fyrir sannfærandi fortölur Churchills var hikað
við að hefjast tafarlaust handa um framkvæmd áætlana hans.
Herforingjaráðinu var samt sem áður gefin heimild til þess að
„leggja á ráðin um landgöngu í Narvík með allmiklu liði.“ Narvík
er endastöð járnbrautarinnar, sem liggur til járnnámanna við
Gallivare í Svíþjóð og síðan áfram til Finnlands. Þótt svo væri
látið heita, að tilgangur herfararinnar væri að koma Finnlandi til
hjálpar, bjó annað og mikilvægara markmið undir; yfirráðin yfir
sænsku járnnámunum.
í sama mánuði kom Vidkun Quisling, fyrrum landvarnaráðherra,
en þá leiðtogi lítils flokks, nazistasinnaðs og algerlega á bandi
Þjóðverja, í mikilvæga og óheillavænlega heimsókn til Berlínar.
Við komu sína gekk hann á fund Raeders aðmíráls og brýndi fyrir
honum hættuna á, að England hernæmi bráðlega Noreg. Hann bað
um fé og leynilegan stuðning til handa þeim áformum sínum að
grípa völdin í landinu í sínar hendur og steypa norsku stjórninni
af stóli. Hann fullyrti, að margir háttsettir norskir liðsforingjar
væru þess albúnir að veita honum að málum, meðal þeirra Sundbö
ofursti, fyrirliði í Narvík. Þegar hann hefði ráð landsins í hendi
sér, hugðist hann fara þess á leit við Þjóðverja, að þeir tækju
Noreg undir verndarvæng sinn og yrðu þannig fyrri til en Eng-
lendingar um landgöngu.
Raeder taldi Hitler á að eiga viðtal við Quisling, og þeir hittust
16. og 18. desember. Greinargerðin um viðtal þeirra ber með sér,
að Hitler, að eigin sögn, „sýndist það ákjósanlegast, að Noregur