Réttur


Réttur - 01.07.1951, Blaðsíða 65

Réttur - 01.07.1951, Blaðsíða 65
RÉTTUR 209 stefnu, og setur svo fram pólitíska trúarjátningu sína: „Ég hef svarið Reformations-Principinu trúnað og hlýðni, það skal vera mín leiðarstjarna, en þegar ég á að bera það við ísland, þá verð ég að blanda það með Restaurations-princip, því ég álít þann eldri form í mörgum greinum eiga betur við landið.“ Baldvin Einarsson skrifaði erlendar fréttir í Skírni 1829—1830. Skoðanir hans á erlendum viðburðum eru mjög athyglisverðar, og, skulu birt hér nokkur sýnishorn: „Frá Englandi er það helzt að segja, að menn þykjast hafa séð fleiri merki til þess í ár, en að undanförnu, að það muni vera komið fyrir því, eins og hvörjum öðrum hlut, sem er fullfarið fram, það sé heldur í afturför; þegar menn líta til ástandsins 1 Englandi sjálfu, þá sýnist það glæsilegt í fyrsta áliti, því mikil eru þar auðæfi hjá sumum mönnum en eyðslusemin er aftur óskaplig, og hefur það aldrei þótt góðs viti. Þegar gætt er betur að, sjá menn að örbyrgðin er ekki minni í landinu enn ríkidæmið, og fer hún drjúgum í vöxt. Sá tími er liðinn að meginlandsbúarnir láti Enska vefa í allan sinn fatnað fyrir sig, enda sér það á þeim, vefsmidja-egend- urnir geta eigi selt vefnað sinn, og fá líka lítið fyrir verk sitt, en þaraf leiðir aftur að þeir verða fátækir, og geta eigi borgað vinnuhjúum sínum. Útaf þessu risu óspektir miklar í vor eð var, í öllum þeim borgum í Bretlandi sem hafa flesta vefstóla. Vefara- sveinarnir gerðu uppreisn í borgunum Manchester og Maokles- fjöllum og Spítalavöllum og Kongleton og Blakkburn og Burnley og Kolne og Rokkal og víðar. Þeir gengu í stórum flokkum í gegnum stræti borganna, brutu vefsmiðjur, og rifu vefnað í sundur, og gerðu mikinn skaða. í borginni Manchester og í Rokk- dal voru óspektirnar mestar. Yfirvöldin og siðameistararnir fengu ekkert aðgjört. Mannfjöldinn var óður og ær, og misþyrmdi sum- um, en rændi suma, og var það með mesta fylgi og harðræði, að herfólk, sem til kom, fékk stillt til friðar, og þó ekki án mann- drápa. í borginni Manchester, sem hefur 100.000 innbúa, og fjölda vefstóla, söfnuðust 20 þúsundir saman, þegar vefsmiðju-egendurnir minkuðu kaupið við vinnumennina. Héldu þar margir ræður. Einn kallaði og sagði: „Þér sem hungrið og þér sem þyrstið! Farið 14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.