Réttur


Réttur - 01.07.1951, Side 56

Réttur - 01.07.1951, Side 56
200 RÉTTUR ustu heimsstyrjöld sanna þetta fyllilega og er þá bezt að velja olíuhringana sem dæmi. Til þéss að heyja nútímastyrjöld, þarf olíu og aftur olíu. Sá aðili, sem ekki hefur nægar byrgðir af olíu er dauðadæmdur fyrirfram. Olíuhringarnir hafa líka jafnan verið sterkustu auðvaldsöfl veraldarinnar. Og sá sterkasti þeirra, bandaríski Rockefellerhring- urinn Standard Oil hafði á tímabilinu 1915—1925 greitt hluthöf- um sínum að meðaltali 40% ágóða af hlutafé sínu en árlegur nettógróði hringsins nam sömu ár frá 47—83 millj. dollara. En svo skeði það árið 1926 að einn af aðalforstjórum þessa fyrir- tækis, Frank A. Howard var á kynnisferð í Þýzkalandi. Hinn 28. marz sendi hann heim nokkurskonar neyðarskeyti, þar sem hann tilkynnir að nú hafi Þjóðverjar fundið upp aðferð til að vinna hvers konar olíu úr brúnkolum. í skeytinu segir m. a. þetta: „Ég fer ekki út í smáatriði en ég hygg að þessar upplýsingar gefi yður nægilega glögga hugmynd um hvernig mér er innan- brjósts.“ Það sem hér hafði gerzt var aðeins það að gerð hafði verið stórkostleg vísindaleg og tæknileg uppgötvun, sem hæglega hefði getað létt lífsbaráttu mannkynsins til stórra muna, ef hún hefði verið notuð til þess. En slíkt var ekki meiningin. Þessi uppgötvun var í höndum þýzka hringsins I. G. Farben- industri. En hann skorti fjármagn til að notfæra sér hana í nægi- lega stórum stíl. Hins vegar var hin gífurlega gróðaaðstaða Stand- ard Oil í veði, ef þessi framleiðsla kæmist á strik. Aðaláhugamál eigenda og stjórnenda hans var því það að ná eignarrétti á þess- um uppgötvunum. Ekki þó til þess að nota þær, heldur til að hindra notkun þeirra utan Þýzkalands. Á þann eina hátt gat hringurinn varðveitt ein- okun sína og einokunarverðlag án þess að eiga á hættu sam- keppni nýrrar gerfiolíuframleiðslu. En til þess að ná þessu marki vildu stjórnendur hringsins gjarnan leggja fram stórfé í eitt skipti fyrir öll og hindra þannig hina tæknilegu framþróun.

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.