Réttur - 01.07.1951, Blaðsíða 89
RÉTTUR
233
sókn og Alþýðuflokknum hafa kallað erlendan her inn í
landið til að berjast gegn löndum sínum. Það verður varla
til minna ætlazt af Heimdellingum en að einnig þeir „bjóði
sitt blóð.“
Dýrtíð og atvimnuleysi.
Marshalláætlunin gengur eins og í sögu. Nýja vísitalan
er komin upp í 151 stig og sú gamla 589. Bátagjaldeyririnn
hefur átt drjúgan þátt í þeirri þróun, og koma þær verð-
hækkanir þó lítið fram í vísitölunni. Hinsvegar bera þeir,
sem ,,bjarga“ átti, bátaútvegsmenn, harla skarðan hlut frá
borði. Sem dæmi má nefna vörumagn, sem í útsölu kostaði
ca. 7,5 millj. Skiptast kostnaðarliðir þannig:
Innkaupsverð Kr. 1.958.000
Álagning bátaútvegsins — 738.000
Verzlunarálagning — 2.413.000
Tollar og skattar — 2.391.000
Samtals kr. 7.550.000
Atvinnuleysi fer sívaxandi. I Reykjavík og Hafnarfirði
er mikið atvinnuleysi en alvarlegra er þó ástandið í kaup-
stöðunum á Norður-, Vestur- og Austurlandi. í október var
fyrsta atvinnuleysisgangan eftir stríð farin í Reykjavík á
fund viðskiptamálaráðherra. Var það í tilefni af því að
ráðherrann hafði lýst því yfir að hann vissi ekki til að
það væri neitt atvinnuleysi. En hinir atvinnulausu áttu líka
ýmislegt annað vantalað við þennan ráðherra. Því að það
er sannast mála að atvinnuleysið er blátt áfram skipulagt
undir forustu hans og félaga hans. Fiskafurðirnar eru flutt-
ar út óveikaðar, mikill hluti iðnaðarins stöðvaður með því
að láta bankana neita um nauðsynleg rekstrarlán og hús-
byggingar stöðvaðar með öllu. Ef fiskurinn væri verkaður
hérlendis og iðnaðinum leyft að starfa með fullum afköst-