Réttur


Réttur - 01.07.1951, Side 22

Réttur - 01.07.1951, Side 22
166 RÉTTUR Verkalýðsfélögunum þóttu þessar bréfaskriftir sambandsstjórn- ar næsta furðulegar. Hafði hún ekki áður ráðgazt við nokkurt sambandsfélag um málið, og voru þó hæg heimatökin hvað Reykja- víkurfélögin snerti, sem mörg hafa skrifstofur i sama húsi og sam- bandið. Tíminn til uppsagnar var einstaklega óheppilega valinn. Mörg félögin höfðu búið við svo til algjört atvinnuleysi allan veturinn og engin líkindi til að úr hefði ræzt um mánaðamótin marz—apríl. Þó var hitt veigamest og tortryggilegast, að sambandsstjórn vanrækti gjörsamlega öll samráð við félögin sjálf um undirbúning og tilhögun baráttunnar, einmitt þann aðiljann sem öll átökin og þungi þeirra hlaut að hvíla á. • Þetta var því óafsakanlegra sem vitað var, að verkalýðurinn átti nú ekki einungis að mæta óvenjulega vel skipulögðum og undirbúnum samtökum atvinnurekenda, heldur einnig ríkisvaldi auðmannastéttarinnar með sjálft auðvald hinna voldugu Banda- ríkja að bakhjalli. Með þessar aðstæður í huga hlaut það að vera öllum auðsætt, að barátta fyrir fullri vísitöluuppbót á kaupið yrði hörð og því áríðandi að verkalýðssamtökin gætu orðið samtaka og greitt andstæðingnum sem þyngst högg á réttum tíma. Undirbúningur- inn þurfti því að vera traustur, og svo frá öllu gengið, að verka- lýðurinn gæti unnið sigur á sem skemmstum tíma. Sambandsstjórn var á öðru máli. Hennar ætlun var að fylking verkalýðsins gengi sundruð til orustunnar, svo að henni gæfizt á ný tækifæri til að koma í veg fyrir nokkurn verulegan árangur, með því að gera nýjan smánarsamning við ríkisstjórnina. Tvær „ráðstefnur“. — Málin skýrast. Verkalýðsfélögin svöruðu bréfum sambandsstjórnar með því að krefjast þess að kvödd yrði saman verkalýðsráðstefna án tafar, til að ræða málið í heild, ákveða uppsagnartíma, móta þær kröfur sem bornar yrðu fram og til að leggja grundvöll að sameiginlegri baráttu, svo sem 22. þingið hafði lagt fyrir.

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.