Réttur


Réttur - 01.07.1951, Side 21

Réttur - 01.07.1951, Side 21
RÉTTUR 165 hollustu og stuðning ríkisstjórnarinnar í baráttunni við verka- lýðssamtökin. Landsfundur atvinnurekenda ákvað að standa fast gegn hinum sanngjörnu kröfum verkalýðsins um hreyfanlega dýrtíðaruppbót. Var öllum meðlimum sambandsins bannað að semja um kaup og kjör nema með samþykki framkvæmdanefndar V. í. Það lá því ljóst fyrir að atvinnurekendur voru kallaðir til samstilltrar orustu og nutu fulltingis ríkisstjórnarinnar. En víkjum nú að þeim undir- búningi, sem fram fór á vegum verkalýðshreyfingarinnar, undir eina erfiðustu og örlagaríkustu kaupgjaldsbaráttu, sem verkalýðs- samtökin á íslandi hafa háð. Undirbúningur Alþýðusambandsstjómar. í stjórnarkosningunum innan verkalýðsfélaganna, er fram fóru upp úr áramótum, höfðu Alþýðuflokksforingjarnir opinbert sam- starf við báða gengislækkunarflokkana, Framsókn og Sjálfstæðis- flokkinn. Þessi samfylking náði til alls landsins og var ekki annað sýnt en flokkur Stefáns Jóhanns legði á það alveg sérstaka áherzlu, að yfirstjórn kaupgjaldsbaráttunnar yrði í sem flestum félögum í höndum fylgjenda gengislækkunarflokkanna. En þrátt fyrir sameiginlega herstjórn og samræmdar hernaðaraðgerðir aljra afturhaldsflokkanna sýndu kosningarnar að nú hallaði und- an fæti hjá gengislækkunarsinnum og bandamönnum þeirra. Sam- einingarmenn voru í sókn og málstaður þeirra sigursæll, þegar litið var á úrslitin í heild. Sókn verkalýðsins og viðnám í stjórnarkosningunum var alvar- leg bending til Alþýðusambandsstjórnar um það, að verkalýður- inn krefðist athafna á grundvelli samþykkta 22. þingsins, sem getið var hér að framan. Tók því sambandsstjórn þann kost 12. febr. að gefa út orðsendingu til sambandsfélaganna, þar sem hún hvatti til samningsuppsagnar, með það fyrir augum að hefja bar- áttu fyrir greiðslu mánaðarlegrar dýrtíðaruppbótar. Nokkru síðar var félögunum send önnur orðsending og þá skorað á þau að hafa samninga lausa 1. apríl.

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.