Réttur - 01.07.1951, Page 20
164
RÉTTUR
nýja kauprán, taldi ríkisstjórnin sér mikilsvert öryggi í því, að
yfirstjórn heildarsamtaka verkalýðsins var áfram í höndum aft-
urhaldsaflanna. Sama gilti um forustu ýmissa þýðingarmikilla
verkalýðsfélaga. Treysti ríkisstjórnin því að foringjum Alþýðu-
flokksins og bandamönnum þeirra í verkalýðsfélögunum tækist
annað tveggja: Að hindra alla raunhæfa kaupgjaldsbaráttu af
hálfu verkalýðsins, eða, ef slíkt reyndist ekki framkvæmanlegt,
%
þá að tryggja að samið yrði um smánarbætur einar, sem yrðu út-
látalitlar fyrir ríkisstjórnina og atvinnurekendur.
Reynslan átti eftir að sýna að ríkisstjórnin hafði reiknað rétt
— að öðru leyti en því að hún tók ekki fólkið sjálft með í út-
reikning sinn og áætlanir. Það voru þúsundir verkalýðs úr öllum
stjórnmálaflokkum, sem dýrtíðin og atvinnuleysið var að sliga.
Þetta fólk krafðist aðgerða í kaupgjaldsmálunum, og neitaði að
gerast herfang sundrungarinnar.
Hemaðarundirbúningur ríkisstjómarinnar og
atvinnurekenda.
Það kom fljótt í ljós, að afturhaldsöflunum var það fullkomin
alvara, að hindra með öllum ráðum að verkalýðurinn fengi hlut
sinn réttan. í eldhúsdagsumræðum frá Alþingi lýsti Ólafur Thors
því skilmerkilega yfir, að krefðist verkalýðurinn bóta fyrir vísi-
töluránið skyldi það kosta langt stríð og dýrt, sem allir myndu
tapa á og verkalýðurinn þó mest. Þá hótaði Ólafur atvinnurek-
endum, sem kynnu að ganga að kröfum verkamanna, að bank-
arnir skyldu þeim lokaðir og enginn rekstrarlán veitt til fyrir-
tækja þeirra.
Vinnuveitendasamband íslands kallaði saman landsfund allra
meðlima sinna 19. marz. Á þeim fundi mættu og fulltrúar frá
öðrum samtökum atvinnurekenda, svo sem Félagi íslenzkra iðn-
rekenda, Landssambandi íslenzkra útvegsmanna og S.I.S. Stein-
grímur Steinþórsson forsætisráðherra og Björn Ólafsson viðskipta-
málaráðherra ávörpuðu báðir landsfundinn og vottuðu honum