Réttur - 01.07.1951, Page 95
RÉTTUR
239
4.
Hlutverk slíkrar samfylklngar verður að sklpa sér til
varðstöðu um þjóðmenningu vora.
Hún verSur að krefjast þess og vinna að því:
AÐ íslenzk menningararfleifð verði gerð að almenningseign,
AÐ alþýðuæskunni verði auðveldaður aðgangur að öllmn
menntastofnunum þjóðarinnar, þannig að efnaskortur þurfi
eigi að hindra skólavist fátækra nemenda, og staðið sé á
verði gegn tilraunum til að skerða alþýðufræðsluna í
landinu,
AÐ alþjóðarsamtök verði mynduð gegn þeirri ofstækisfullu for-
heimskun og kerfisbundnu afsiðun, sem kvikmyndafram-
leiðsla og blaðakostur auðvaldsins er nú sem óðast aö
leiða yfir þjóðina, og vinni þau samtök jafnhliða að varð-
veizlu og eflingu íslenzkrar menningar, tungu og þjóð-
emis.
5.
Slík samfylklng þarf svo hlð bráðasta að breytast í
allsherjar þjóðfylkingu Islendinga.
Sameining þjóðarinnar um þá stefnu, er hér hefur verið
mörkuð, er fyrsta boöorð líðandi stundar. Verkamenn, sjómenn,
bændur, menntamenn, millistéttir og sá hluti borgarastéttar-
innar, sem enn er þjóðhollur og framfarasinnaður og ekki hefur
gengið á mála hjá óvini íslands, auðdrottnunarvaldi Bandaríkj-
anna, allir þeir, sem unna frelsi lands og lýðs og kjósa fram-
farir og velmegun þjóðarinnar, verða nú að taka höndum sam-
an, slíta af sér herfjötra hinna sviksamlegu borgaraflokka og
skapa nýjan grundvöll að frjálsri stjórnmálastefnu á Islandi.
Höfuðmarkmið slíkra frjálsra stjómmálasamtaka, þjóðfylk-
ingar íslendinga, yrði að leysa Island aftur úr þeim nýlendu-
fjötrum sem nú er sífellt verið að hneppa það í, og hnekkja
þannig yfirdrottmm hins ameríska herveldis og erindreka þess