Réttur - 01.07.1951, Side 4
148
RÉTTUR
sig land vort í áföngum. Þeir hafa notið til þess aðstoðar
beldi unnið að því á undanförnum áratug að leggja undir
spilltustu valdhafa landsins, svo sem Hákon gamli gerði
forðum daga, er hann vélaði af oss frelsi vort.
En hvemig sem réttindum voram er rænt og valdi þjóðar-
arinnar yfir landinu hnekkt, þá mun þjóð vor aldrei viður-
kenna það réttarrán, aldrei lúta því framandi valdi, sem
nú er að sölsa ísland undir sig.
ISLENDINGAR!
Örlagaríkustu atburðir í sögu þjóðar vorrar kalla oss til
varðstöðu um málstað lands vors.
Hernám það, sem ameríska auðvaldið hefur nú fram-
ið, á að þess hyggju áð verða Iangvarandi og leiða til full-
kominnar undirokunar vor íslendinga undir Bandaríkin.
Mætið þessu hernámi með þeirri mótspymu einni, sem
vér fámennir og vopnlausir, friðsamir og frelsisunnandi,
getum veitt.
Látið ekki æðrast, þótt ofbeldi sé beitt og Iátið ekki heldur
ögra yður til verka, sem innrásarherinn myndi nota sem
átyllu til frekari árása.
Berjizt um hvert atriði réttar vors til yfirráða í landi
voru, þegar innrásarherinn hyggst að ræna þeim rétti.
Standið saman um að íslendingar haldi óskertu dóms-
valdi í landi sínu! Hindrið að Bandaríkjamenn fái sjálfir að
dæma í eigin sök, geri þeir sig seka um rán, nauðganir
og manndráp eins og þeir gerðu hér síðast.
Standið saman um að hindra að amerískt auðvald eða
umboðsmenn þess leggi skatta á Islendinga, til þess að
greiða herkostnað af innrás og hervirkjum Bandaríkja-
manna í landi voru.
Standið órofa vörð um tungu vora, þjóðemi og menningu
gegn þeirri skrílmenningu ameríska mammonsríkisins, sem
nú gerir innrás í land vort.
Standið vörð gegn því hernámi hugans og hjartans, gegn