Réttur - 01.07.1951, Page 74
218
RÉTTUR
og hin Norðurlöndin yrðu eftir sem áður algerlega hlutlaus,“ þar
sem hann vildi ekki færa út vettvang styrjaldarinnar. En ef
óvinirnir byggju sig undir að breiða styrjöldina út, gerði hann
„varúðarráðstafanir gegn hættunni. Quisling var þó heitið fjár-
framlagi og, að athugað yrði, hvort unnt reyndist að veita honum
hernaðarlegan stuðning.
Engu að síður verður séð af gerðarbókum þýzka flotamálaráðu-
neytisins, að þann 13. janúar, eða nær mánuði síðar, var enn litið
svo á, að „æskilegasta lausnin væri varðveizla hlutleysis Noregs,“
þótt óttast væri, að „Englendingar hyggðust hernema Noreg með
þegjandi samþykki norsku stjórnarinnar."
Hvað gerðist hinu megin hæðarinnar? Þann 15. janúar sendi
yfirhershöfðingi Frakka, Gamelin, orðsendingu til Daladiers, for-
sætisráðherra, varðandi gildi þess að koma á fót nýjum stríðs-
vettvangi á Norðurlöndum. Auk þess lagði hann fram áætlun að
landgöngu herliðs bandamanna í Petsamó í Norður-Finnlandi og
að þeim varúðarráðstöfunum að „hernema skyndilega og að óvör-
um hafnir og flugvelli á vesturströnd Noregs.“ Áætlunin gerði
einnig ráð fyrir hugsanlegri „útbreiðslu hernaðaraðgerðanna til
Svíþjóðar og hernámi járnnámanna við Gallivare.“
Það styrkti vitanlega ótta Þjóðverja að Churchill sneri sér í
útvarpsræðu til hlutlausra þjóða með skírskotun til skyldu þeirra
að taka þátt í baráttunni gegn Hitler. Áður þótti þeim ekki
skorta vísbendingar þess, að hernaðaraðgerðir af hálfu banda-
manna væru í vændum.
Hitíer þóttist 27. janúar verða að skipa herráðunautum sínum,
að semja umfangsmikla áætlun að innrás í Noreg til þess að eiga
á takteinum, ef hennar kynni að þurfa með. Herforingjaráð var
myndað í því augnamiði einu að semja hana, og kom það saman
5. febrúar í fyrsta sinn.
Einmitt þann sama dag var fundur í æðsta herráði bandamanna
í París, og Chamberlain tók Churchill með sér þangað. Þar voru
samþykktar áætlanir að myndun hers úr tveimur brezkum her-
fylkjum og nokkru fámennari frönskum liðssveitum sem „her