Réttur


Réttur - 01.07.1951, Side 62

Réttur - 01.07.1951, Side 62
206 RÉTTUR styðja slík samsæri gegn mannkyninu ýmist vegna þess að þau trúa ekki á sína eigin félagslegu uppbyggingu, eða vegna þess að stjórnirnar eiga líf sitt undir fjármálavaldi auðhringanna. En jafnframt sjáum við hér rotnun hins kapítalistiska þjóð- félags og hagkerfis í allri sinni nekt, því einmitt þessar staðreyndir eru gleggsta dæmið um hrörnun þess á lokaskeiði sínu. En auðvitað þarf að koma í veg fyrir að almenningur auðvalds- landanna fái vitneskju um innsta kjarna'þessara mála. Enn í dag eru þessi sömu öfl að verki og færast í aukana eftir því sem þróun- inni miðar áfram, og eyða jafnframt stórfé til að kosta blekkingar- herferð á hendur almennings. Til að grímuklæða þessa djöfullegu starfsemi hefur verið búin til lygasagan um væntanlega árás sósíalismans. Það er sú andlitsblæja, sem auðvaldsherrarnir, rík- isstjórnir þeirra, stjórnmálaflokkar þeirra, dagblöð þeira, útvarps- stöðvar þeirra og áróðurskerfi allt notar til að hylja hið sanna innræti sitt og eðli. Og því miður hefur sú blekkingarherferð borið of góðan árang- ur. En þó er nú svo komið að með hverju ári sem líður gengur erfiðar að láta slík slagorð bera árangur, þótt þau verði trylltari eftir því sem heimur kapítalismans þrengist. Og hann er að þrengjast með hverju ári sem líður. Á síðustu árum hefur fjórði hluti mannkynsins, Kínverjar, brotizt undan áhrifavaldi hinna kapítalistísku stórvelda. í öllum nýlendum þeirra logar frelsisbarátta almennings svo undir, að drottnararnir ganga á eldsglóðum. Og hrópin um að kommúnistiskt ofbeldi sé á ferðinni, hvar sem örlar á frjálslyndri hugsun og andstöðu við nýlendukúgun 19. aldar geta ekki bjargað kapítalismanum frá því hruni, sem andstæðurnar innan hans sjálfs eru að búa honum. Þróunin í heiminum verður ekki stöðvuð. Allir þeir, sem vilja, geta með íhugun og kynningu séð að það eru máttarstólpar kapítalismans sem í félagi við ríkisstjórnir ,lýðræðisríkjanna“ standa bak við vígbúnaðinn og reyna að efna til nýrrar styrjaldar. En hinu skal ekki heldur gleymt, að friðar- öflin í heiminum hafa aldrei verið sterkari en nú, og skilningur heilla þjóðfélagsstétta á hinum raunverulega gangi þessara mála

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.