Réttur - 01.07.1951, Side 6
II, „Vér mófmælum allir!”
Rceða Sigfúsar Sigurhjartarsonar á útifundinum 16. maí 1951.
Háttvirtu fundarmenn!
„Að sjálfsögðu var ekki haft samráð við kommúnista". — Þessi
orð standa skrifuð á fyrstu síðu Morgunblaðsins þann 8. þ. m. Þar
er frá því sagt, að erlendur her er í landið kominn. Þar er frá
því sagt, að ríkisstjórnin hafði þar um gert samning við Banda-
ríki Norður-Ameríku. Og þá er frá því sagt enn fremur, að þing-
menn hinna svokölluðu borgaraflokka hafi setið á launfund-
um, og þeir fallizt á gerðir ríkisstjórnarinnar. Og svo kemur hin
látlausa setning: „Að sjálfsögðu var ekki haft samráð við komm-
únista“. Þessi setning í öllu sínu látleysi segir okkur stórfellda
sögu, sögu sem skylt er að nema og skilja. Og hver er sú saga?
Það er upphaf þess máls, að vissulega mátti orða setninguna á
aðra lund. Það mátti segja: Að sjálfsögðu var íslenzkt þingræði
fótum troðið og raunverulega afnumið þegar hinn erlendi her kom
í landið. Og þegar nú þess er gætt, að þeir flokkar þrír, sem að
þessu standa, hafa talið og telja sig fyrst og fremst verði lýðræðis
og þingræðis, þá hlýtur öllum að verða ljóst, að einhver mikil
saga er að gerast, þegar því er lýst yfir skefjalaust og blátt áfram:
— Það var sjálfsagt að afnema og fótumtroða lýðræðið og þing-
ræðið í landinu. Því vissulega er hver sú gerð, sem þingmenn gera
utan þings, einskis verð frá stjórnlagalegu sjónarmiði. Og vissulega
var enginn sá aðili íslenzkur til, sem hafði rétt til að gera þann
samning, sem gerður var, utan Alþingi íslendinga eitt, sitjandi
á lögformlegum fundi.
En hver er hin mikla saga, sem öllu þessu veldur. Erlendir vinir
ríkisstjórnarinnar hafa hjálpað okkur að skýra hana hér sem
endranær, MacArthur hefur sagt um sama leyti og hér varð her-
nám og hann var spurður: „Hver er þín afstaða til Sovétþjóð-
anna?“ — „Á móti Sovétþjóðunum hef ég ekkert. En við verðum