Réttur


Réttur - 01.07.1951, Síða 6

Réttur - 01.07.1951, Síða 6
II, „Vér mófmælum allir!” Rceða Sigfúsar Sigurhjartarsonar á útifundinum 16. maí 1951. Háttvirtu fundarmenn! „Að sjálfsögðu var ekki haft samráð við kommúnista". — Þessi orð standa skrifuð á fyrstu síðu Morgunblaðsins þann 8. þ. m. Þar er frá því sagt, að erlendur her er í landið kominn. Þar er frá því sagt, að ríkisstjórnin hafði þar um gert samning við Banda- ríki Norður-Ameríku. Og þá er frá því sagt enn fremur, að þing- menn hinna svokölluðu borgaraflokka hafi setið á launfund- um, og þeir fallizt á gerðir ríkisstjórnarinnar. Og svo kemur hin látlausa setning: „Að sjálfsögðu var ekki haft samráð við komm- únista“. Þessi setning í öllu sínu látleysi segir okkur stórfellda sögu, sögu sem skylt er að nema og skilja. Og hver er sú saga? Það er upphaf þess máls, að vissulega mátti orða setninguna á aðra lund. Það mátti segja: Að sjálfsögðu var íslenzkt þingræði fótum troðið og raunverulega afnumið þegar hinn erlendi her kom í landið. Og þegar nú þess er gætt, að þeir flokkar þrír, sem að þessu standa, hafa talið og telja sig fyrst og fremst verði lýðræðis og þingræðis, þá hlýtur öllum að verða ljóst, að einhver mikil saga er að gerast, þegar því er lýst yfir skefjalaust og blátt áfram: — Það var sjálfsagt að afnema og fótumtroða lýðræðið og þing- ræðið í landinu. Því vissulega er hver sú gerð, sem þingmenn gera utan þings, einskis verð frá stjórnlagalegu sjónarmiði. Og vissulega var enginn sá aðili íslenzkur til, sem hafði rétt til að gera þann samning, sem gerður var, utan Alþingi íslendinga eitt, sitjandi á lögformlegum fundi. En hver er hin mikla saga, sem öllu þessu veldur. Erlendir vinir ríkisstjórnarinnar hafa hjálpað okkur að skýra hana hér sem endranær, MacArthur hefur sagt um sama leyti og hér varð her- nám og hann var spurður: „Hver er þín afstaða til Sovétþjóð- anna?“ — „Á móti Sovétþjóðunum hef ég ekkert. En við verðum
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.