Réttur - 01.07.1951, Blaðsíða 78
222
RÉTTUR
þykki franska stríðsráðsins. Með glöðu geði féllst hann hins vegar
á herförina til Noregs.
Ákveðið var að lögn tundurdufla í siglingaleiðir við strendur
Noregs hæfist 5. apríl og styddist við landgöngu hers í Narvík,
Niðarósi, Bergen og Stavanger. Fyrstu liðssveitirnar skyldu leggja
úr höfn og stefna til Narvíkur 8. apríl. Nýjar tálmanir komu nú
í ljós. Franska stríðsráðið neitaði að samþykkja að varpa tundur-
duflum í Rín af ótta við, að Þjóðverjar endurgyldu í sömu mynt,
sem „Frakkar yrðu þá fyrir barðinu á“. (Ekki var minnzt á end-
urgjöldin, sem yrðu hlutskipti Noregs vegna herfararinnar, þótt
Gamelin hefði sjálfur lagt áherzlu á, að það væri eitt markmiða
hans að ginna óvininn í gildru með því að ganga á land í Noregi).“
Chamberlain reyndi að knýja fram samþykki beggja áætlananna,
og varð það samkomulag þeirra Churchills , að Churchill héldi
til Parísar 4. apríl og gerði enn eina tilraun til að telja Frakkana
á Rínar-áætlunina. Sú tilraun bar engan árangur.
Allt þetta stuðlaði að því, að herförin „Wilfred,“ innrásin í
Noreg, var skotið á frest nokkra daga. Það er athyglisvert, að
Churchill léð því samþykki sitt, þar eð á ráðuneytisfundi daginn
áður var lesin upp greinargerð bæði frá hermálaráðuneytinu og
utanríkismálaráðuneytinu þess efnis, að í höfnunum næstum
Noregi hefðu verið dregin saman fjöldi þýzkra skipa með herliði
innanborðs. Fallizt var á þá fráleitu tilgátu, að herlið þetta væri
aðeins haft til reiðu, ef Englendingar gengju á land í Noregi.
Furðulegt má heita, að lagður skyldi vera trúnaður á slíka skýr-
ingu.
Herförin gegn Noregi drógst 3 daga eða til 8. apríl. Sá dráttur
var skeinuhættur sigurhorfum herfararinnar. Hann gerði Þjóð-
verjum með naumindum kleift að verða fyrri til.
Hitler ákvað 1. apríl, að innrásin í Danmörku og Noreg hæfist
9. apríl klukkan 5.15. Sú ákvörðun var tekin, þegar þau mikil-
vægu tíðindi bárust, að loftvarnaskyttur og strandvirki í Noregi
höfðu fengið leyfi til að skjóta án þess að bíða fyrst fyrirskipana.
Það benti til, að Norðmenn byggjust til varnar og Hitler spillti