Réttur


Réttur - 01.07.1951, Page 32

Réttur - 01.07.1951, Page 32
r 176 RÉTTUR að semja: Að það voru ekki umboðslausir erindrekar afturhalds- ins í Alþýðusambandsstjórn sem fóru með umboð verkalýðsins, heldur kjörnir fulltrúar hans til samninganna, hin sameiginlega samninganefnd þeirra fjölmörgu verkalýðsfélaga sem að deilunni stóðu. Upp frá þessu fór sífellt minna fyrir leyninefndinni á samninga- fundunum, unz hún leystist upp í frumeindir og hvarf af vett- vangi samningatilraunanna. Eftir það fóru viðræðurnar fram með eðlilegum hætti, þótt erfiðlega gengi að samræma hin ólíku sjón- armið atvinnurekenda og verkamanna. Niðurstaða samningaviðræðnanna varð sú að 22. maí komu báðir aðilar sér saman um að leggja fyrir umbjóðendur sína tillögu um að full kaupgjaldsvísitala yrði greidd frá 1. júní og kæmi þá maí-vísitalan til útborgunar og gilti næstu 3 mánuði. Síðan breyttist útborguð dýrtíðaruppbót á ársfjórðungsfresti í samræmi við nýjasta útreikning vísitölunnar. — Sú uppbót sem fengizt á þennan hátt skyldi greidd á öll lágmarkslaun Dags- brúnarmanna og mánaðarkaup upp að 1830 kr. í grunn, sem er kaup iðnverkamanna samkvæmt samningi Iðju, fél. verksmiðju- fólks. A það kaup sem hærra væri skyldi greiða spmu fjárhæð og verkamenn fengju með þessum hætti. Þessi tillaga samninganefnda beggja aðila var samþykkt bæði í samtökum verkalýðsins og atvinnurekenda með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða. Allmikil andstaða kom þó fram gegn henni í félögum iðnaðarmanna, sem nú var skammtaður annar og rýrari réttur en áður. — Guldu iðnfélögin þess nú að mörg þeirra hafa falið fylgismönnum afturhaldsins forustu mála sinna og því ekki haldið á málstað þeirra af þeirri röggsemi sem þurft hefði. Mikil andstaða kom fram gegn samkomulaginu í samtökum atvinnurek- enda og munu fulltrúar þeirra í samninganefndinni hafa orðið að beita allri sinni lægni til að sætta þá eftir atvikum við samkomu- lagið. í Dagsbrún var samkomulagið samþykkt svo að segja ein- róma, einnig í Iðju og mörgum öðrum verkalýðsfélögum.

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.