Réttur


Réttur - 01.07.1951, Qupperneq 32

Réttur - 01.07.1951, Qupperneq 32
r 176 RÉTTUR að semja: Að það voru ekki umboðslausir erindrekar afturhalds- ins í Alþýðusambandsstjórn sem fóru með umboð verkalýðsins, heldur kjörnir fulltrúar hans til samninganna, hin sameiginlega samninganefnd þeirra fjölmörgu verkalýðsfélaga sem að deilunni stóðu. Upp frá þessu fór sífellt minna fyrir leyninefndinni á samninga- fundunum, unz hún leystist upp í frumeindir og hvarf af vett- vangi samningatilraunanna. Eftir það fóru viðræðurnar fram með eðlilegum hætti, þótt erfiðlega gengi að samræma hin ólíku sjón- armið atvinnurekenda og verkamanna. Niðurstaða samningaviðræðnanna varð sú að 22. maí komu báðir aðilar sér saman um að leggja fyrir umbjóðendur sína tillögu um að full kaupgjaldsvísitala yrði greidd frá 1. júní og kæmi þá maí-vísitalan til útborgunar og gilti næstu 3 mánuði. Síðan breyttist útborguð dýrtíðaruppbót á ársfjórðungsfresti í samræmi við nýjasta útreikning vísitölunnar. — Sú uppbót sem fengizt á þennan hátt skyldi greidd á öll lágmarkslaun Dags- brúnarmanna og mánaðarkaup upp að 1830 kr. í grunn, sem er kaup iðnverkamanna samkvæmt samningi Iðju, fél. verksmiðju- fólks. A það kaup sem hærra væri skyldi greiða spmu fjárhæð og verkamenn fengju með þessum hætti. Þessi tillaga samninganefnda beggja aðila var samþykkt bæði í samtökum verkalýðsins og atvinnurekenda með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða. Allmikil andstaða kom þó fram gegn henni í félögum iðnaðarmanna, sem nú var skammtaður annar og rýrari réttur en áður. — Guldu iðnfélögin þess nú að mörg þeirra hafa falið fylgismönnum afturhaldsins forustu mála sinna og því ekki haldið á málstað þeirra af þeirri röggsemi sem þurft hefði. Mikil andstaða kom fram gegn samkomulaginu í samtökum atvinnurek- enda og munu fulltrúar þeirra í samninganefndinni hafa orðið að beita allri sinni lægni til að sætta þá eftir atvikum við samkomu- lagið. í Dagsbrún var samkomulagið samþykkt svo að segja ein- róma, einnig í Iðju og mörgum öðrum verkalýðsfélögum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.