Réttur


Réttur - 01.07.1951, Side 43

Réttur - 01.07.1951, Side 43
RÉTTUR 187 30% frá Englandi. Vextirnir voru 7—8%. Þær upphæðir fékk þýzka þjóðin að greiða, og var það hennar hluti af aðstoðinni. En þessir geysilegu gróðamöguleikar kölluðu beinlínis fram sífellt meira framboð á nýju lánsfé. Gróða sínum komu hinir brezk- amerísku auðhringir og bankar í verðmæti, sem mölur og ryð fá ekki grandað, þ. e. þýzkum námum og iðjuverum. Skuldabréf- in voru seld fjölda smásparifjáreigenda víðsvegar um Bandaríkin. Þegar svo kreppan mikla skall á 1929, þá urðu það auðvitað hinir mörgu smáu, sem töpuðu sínum fáu hundruðum og þúsundum, meðan milljarðar auðkýfinganna blómstruðu og margfölduðust í risafyrirtækjum hergagnaiðnaðarins þýzka. Þetta var þó ekki nema uphafið á þeim dollara- og sterlings- pundastraum, sem stöðugt flæddi inn í þessa framleiðslu. Því næstu árin á eftir runnu 18 milljarðar marka gegnum erlend lán til Þýzkalands. Þegar Bandaríkin voru komin í stríð við Þýzka- land í heimsstyrj öldinni síðari var þar birt opinber skýrsla um það, hve mikilla hagsmuna þau höfðu að gæta í Þýzkalandi. Þá kom það m. a. í ljós að amerísk auðfélög höfðu lagt ekki minna en 420 millj. dollara í ýmsar greinar þýzkrar framleiðslu. Enda hafði brezki fulltrúinn í alþjqða stríðsskaðabótanefndinni komizt þannig að orði þegar árið 1929, að í stórum dráttum væru Ameríkumenn orðnir eigendur Þýzkalands. En vitanlega má undirskrika það, að það var aðeins lítill hluti hinnar bandarísku þjóðar, þ. e. eigendur og forráðamenn auð- hringanna, sem léku þetta hlutverk. En þar kom að lokum, að þýzka þjóðin gat ekki staðið undir hinum tvöföldu álögum, stríðsskaðabótum til sigurvegaranna frá 1918 og okurvqxtum hinna engilsaxnesku lána. Þar að hlaut því að koma, að gera varð upp hvorir skyldu tapa. Þess vegna var haldin skaðabótaráðstefna í París 1929. Sá sem stjórnaði þeirri ráðstefnu og mestu réði var einmitt einn af aðalstjórnendum Morganhringsins bandaríska. Árangur ráðstefnunnar varð eftir- gjöf skaðabótanna, til tryggingar okurgróða hinna amerísku lánardrottna. Nú get ég búizt við að margir muni spyrja, hvernig það mátti

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.