Réttur - 01.07.1951, Qupperneq 55
RETTUR
199
Sovétríkjanna og Þýzkalands haustið 1939, sem olli því að málin
tóku aðra stefnu, en „lýðræðisstjórnirnar“ höfðu fyrirhugað.
íslenzkar þjóðsögur geyma mörg merkileg lífssannindi, þótt
ekki megi taka þær bókstaflega. Þær segja m. a. frá galdra-
mönnum, sem vöktu upp drauga til þess að fyrirkoma þeim
mönnum, er þeim var illa við. En fyrir kom það að sá sem
draugurinn' var magnaður gegn var fær um að taka á móti
honum og senda hann til baka. í slíkum tilfellum varð draugsi
jafnan óþjáll húsbónda sínum. Slík saga var að gerast í stjórn-
málum Evrópu allan þennan tíma. Öll hin ráðandi öfl hinna
svokölluðu lýðræðisríkja hjálpuðust að við að vekja upp og magna
hinn nasistíska draug til að eyðileggja Sovétríkin í styrjöld, og
fyrirkoma með því sósíalismanum í heiminum. E. t. v. hefði það
tekizt ef leiðtogar Sovétríkjanna hefðu verið flón eða viðvan-
ingar á stjórnmálasviðinu. En það voru þeir ekki. Hvað skyldi
hafa skort á stuðning „lýðræðisríkjanna“ við Þýzkaland, ef það
hefði farið að vilja þeirra? Ætli það hefði staðið á framleiðslu
vopna og annarra nauðsynja í hinu heilaga stríði gegn kommún-
ismanum? Griðasamningurinn var fjarri því að vera vináttu-
samningur. Hann var nauðvörn hinna sósíalistisku ríkja til að
koma draugnum af sér. En hann var jafnframt eitt hið mesta
snillibragð, sem sagan getur um á sviði heimsstjórnmála, og
setti í strand allar fyrirætlanir auðhringa einokunarsamsteypna,
og auðvaldsríkisstjórna um eyðileggingu sósíalismans og neyddi
þessa þokkalegu samsærisöfl til þess að kljást sjálf við sinn
eigin uppvakta draug. Og hann reyndist óþjáll, sem og íslenzka
þjóðsagan hermir.
Allur almenningur lifir í þeirri trú að um leið og styrjöld er
hafin sé jafnskjótt skorið á öll tengsl efnahagslegs og viðskipta-
legs eðlis milli þeirra þjóða, sem eigast við. En þetta er hinn mesti
misskilningur. Á yfirborðinu lítur þetta að vísu svo út, en ekkert
er fjær handhöfum hins alþjóðlega einokunarfjármagns, en að
láta styrjaldir eyðileggja fyrir sér viðskiptamöguleika. Þvert á
móti eru styrjaldir þeirra bjargræðistímar. Nokkur dæmi úr síð-