Réttur


Réttur - 01.07.1951, Side 57

Réttur - 01.07.1951, Side 57
RÉTTUR 201 Þannig gekk í þófi til 1929. þá tókst samkomulag milli þessara tveggja risahringa. Það náðist á ráðstefnu, sem hófst 29. marz það ár. Hinn ameríski hringur Standard Oil keypti einkarétt á framleiðslu gerfiolíunnar utan Þýzkalands og losnaði þannig við þá áhættu, að milljarða- hlutabréf hans í olíulindum og olíuiðnaði heimsendanna á milli yrðu verðlaus einn góðan veðurdag, vegna þess að nýjar og bættar framleiðsluaðferðir væru teknar í notkun. En hinn þýzki hringur I. G. Farben. tryggði sér ekki lítið á móti. Hann fékk önnur og raunverulega miklu víðtækari einkaréttindi á sviði efnaiðnaðar- ins auk bandarísks fjármagns í stórum stíl. Enn fremur fékk hann myndað dótturfélag í Bandaríkjunum í félagi við Standard Oil, og greiddi Standard Oil 30 millj. dollara í byrjun til þess. Þar með var I. G. Farben búinn að fá traustan starfsgrundvöll innan Bandaríkjanna sjálfra. Enn þá var þó brezki olíuhringurinn Shell utan við. En strax árið eftir gekk hann inn í samkomulagið. Einokun peningavaldsins var fullkomnuð. En fátt er öruggt í hinum kapítalistíska heimi og síst það, að ætla sér að stöðva eðlilega framþróun. Hálfum áratug eftir að þetta gerðist ógnaði ný hætta. Stálhringurinn þýzki fann upp enn eina nýja aðferð til að framleiða gerfiolíu. Og nú var stjórnmálaástandið í Þýzkalandi orðið það breytt, að ekki var hægt að ná líkum samningum og fyrr, nema með samþykki naz- istastjórnarinnar. En notkun þessarar uppgötvunar varð að hindra eins og hinnar fyrri, því okurgróði olíufélaganna var í veði. Og enn þá var það stór þýzkur einokunarhringur sem varð að semja við. En Þjóðverjar höfðu vissra hagsmuna að gæta líka. í fyrsta lagi þurftu þeir á dollurum að halda til hervæðingarinnar. í öðru lagi höfðu þeir ekkert á móti því að brezk-bandarísku olíuhringarnir hindruðu alla möguleika á framleiðslu gerfiolíu heima fyrir, vegna sinnar takmarkalausu fégræðgi og kom þá ekki sízt England til greina. Ef stríð brytist út var aðstaða Þýzkalands stórum betri að hafa eitt möguleika til framleiðslu á gerfiolíu og benzíni, þegar Englendingar og Frakkar yrðu að sækja slíkar höfuðnauðsynjar

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.