Réttur


Réttur - 01.07.1951, Page 84

Réttur - 01.07.1951, Page 84
228 RÉTTUR en flugvél hans hrapaði skyndilega til jarðar rneðan hún sveim- aði yfir flugvellinum. Meðan þessu fór fram skiptu flotamálaráðu- neytið og herforingjaráðið skyndilega um skoðun. Þau höfðu fallizt á þessar ráðagerðir 1. apríl, en næsta dag snerust þau gegn þeim. Hugur þeirra snerist einvörðungu um áhættuna við atlöguna. Þótt Churchill hefði fremur viljað einbeita aðgerðum hersins að Narvík, varð hann æfur af reiði, er hann spurði, hvernig þeim hafði snúizt hugur. í stað þess lagði herforingjaráðið til, að liðið, er á land gekk í Namsósi og Anddalsnesi, yrði elt og hæfi síðan tangarsókn að Niðarósi. í orði voru sigurhorfur þess góðar, því að þýzku her- flokkarnir á þessum slóðum töldu innan við 2 þúsund hermenn, en bandamenn höfðu hins vegar sett á land 13 þúsund hermenn. Vegalengdirnar, er fara þurfti, voru þó alllangar, og hermenn bandamanna höfðu ekki reynzt eins lagnir að yfirstíga torfær- urnar og Þjóðverjar. Sókninni suður frá Namsósi var létt sökum ógnana að baki liðsins af hendi nokkurra lítilla þýzkra herflokka, sem gengu á land nálægt mynni Þrándheimsfjarðar aðeins í skjóli þess eina þýzka tundurspillis, er var á þessum slóðum. Sóknin frá Anddalsnesi, sem sveigja átti til norður í átt til Niðar- óss, snerist fyrr en varði upp í varnarbardaga gegn þýzku herj- unum, er sóttu fram frá Osló gegn um Guðbrandsdalinn og sópuðu Norðmönnum upp í hlíðarnar. Þegar hersveitir bandamanna urðu fyrir miklum loftárásum, en vantaði sjálfar stuðning flughers, skipuðu liðsforingjarnir á staðnum fyrir brottflutning hersins. Síðustu herflokkarnir stigu á skipsfjöl 1. og 2. maí, og drottnuðu þá Þjóðverjar bæði yfir Suður- og Mið-Noregi. Bandamenn einbeittu sér nú að því að ná Narvík á sitt vald, miklu fremur af metnaðarástæðum en sökum þess, að þeir vonuðu enn, að geta hernumið sænsku járnnámana. Fyrstu brezku her- flokkarnir gengu á land þar í grend 14. apríl, en varfærni Mackesys hershöfðingja kom í veg fyrir skyndiáhlaup á Narvík, þrátt fyrir eindregna áeggjan aðmírálsins, Corks lávarðar, sem var fyrir öllum herjunum á þessum slóðum. Jafnvel þegar herinn, er settur hafði verið á land, hafði verið efldur upp í tvö þúsund hermenn,

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.